Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Leikjarýni: Sheep, Dog ‘n’ Wolf (PS1) – „Skemmtilega öðruvísi þrautaleikur“
    Leikjarýni

    Leikjarýni: Sheep, Dog ‘n’ Wolf (PS1) – „Skemmtilega öðruvísi þrautaleikur“

    Höf. Jósef Karl Gunnarsson5. apríl 2017Uppfært:7. maí 2017Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Sheep, Dog ‘n’ Wolf (einnig þekktur sem Looney Tunes Sheep Raider í Bandaríkjunum) er þrautaleikur sem gerist í Looney Tunes teiknimyndaheiminum. Leikurinn var framleiddur og gefinn út af Infogrames og kom út í september árið 2001 á bæði PlayStation og heimilstölvur með Windows stýrikerfi.

    Daffy Duck býður úlfinum Ralph að taka þátt í sjónvarpsþætti sem snýst um að stela kindum frá hundinum Sam. Eftir því sem kindurnar verða færri verða borðin stærri og umfangsmeiri; ekki nóg með það þá þarf að hætta sér ansi nálægt hundinum til að lokka kind frá hópnum. Í hverju borði eru hlutir sem úlfurinn þarf að nota til að ná takmarki sínu, t.d. uppblásin kind, kindarbúningur og kálhausar. Svo er líka notast við svaka græjur á borð við tímavél, málmleitartæki og lítið hjálparvélmenni.

    Í leiknum eru 18 borð, 2 af þeim eru falin og það er ekki það eina sem er falið; í öllum hefðbundnum borðum eru faldar gular stimpilklukkur sem gefa manni stig sem aflæsa myndum frá gerð leiksins, t.d. í formi skissa af persónum úr leiknum. Klukkurnar eru oft erfiðar að finna sökum þess að maður þarf að skoða hlutina frá öðrum sjónarhornum til þess að festa augum á þær. Flest borðin er hægt að klára á 5-15 mínútum en svo getur komið fyrir að maður stendur fastur á því hvað á að gera eða eitthvað sem þarf að gera af mikilli nákvæmni mistekst og þarf að endurtaka aftur og aftur.

    Leikurinn er mjög litríkur og borðin eru fjölbreytileg í útliti. Grafíkin hefur elst mjög vel þar sem útlit leiksins er í teiknimyndastíl.

    Leikurinn er mjög litríkur og borðin eru fjölbreytileg í útliti. Grafíkin hefur elst mjög vel þar sem útlit leiksins er í teiknimyndastíl. Það væri mjög gaman að sjá þennan í HD uppfærslu en efast um að það muni nokkurn tímann gerast því leikurinn er ekki einu sinni fáanlegur í PSN búðinni. Hreyfingar persónanna eru ýktar og skemmtilegar, mjög gaman að læðast um tiplandi á tánum, fela sig bakvið steina og rembast við að halda á kindinni þegar staldrað er við um stund.

    En þar sem leikurinn skín er talsetningin og sérstaklega tónlistin eftir Eric Caspar sem er oft frekar róleg með alls konar mismunandi áherslum í hverju lagi, allt frá jassi, fönki og rokki. Ef ég hefði gert topp 10 lista yfir frumsamin tónverk fyrir tölvuleiki sem spannar allan leikinn þá hefði þessi leikur prýtt þann lista enda er þetta á litla iShuffle-inum mínum um þessar mundir. Hér er hægt að heyra þessa afbragðs tónlist úr leiknum.

    Sheep, Dog ‘n’ Wolf er ákaflega skemmtilegur og krefjandi þrautaleikur með smá hopp og skoppi ásamt laumuspili.

    Sheep, Dog ‘n’ Wolf er ákaflega skemmtilegur og krefjandi þrautaleikur með smá hopp og skoppi ásamt laumuspili. Leikurinn er eflaust erfiðari fyrir krakka því í minningunni var hann erfiður á köflum. Mæli hiklaust með honum fyrir unga sem aldna. Leikurinn lítur betur út á PS1 heldur en á PS2, eitt af fáum tilfellum þar sem gamla góða PS1 stendur fyrir sínu.

    Leikjarýni Looney Toones PS1 Sheep Dog n Wolf Sheep Raider
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaNörd Norðursins 6 ára!
    Næsta færsla EVE Fanfest 2017: Samantekt
    Jósef Karl Gunnarsson

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.