Fréttir

Birt þann 2. febrúar, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

PlayStation VR stórlækkar í verði

Undanfarna daga hafa íslenskar verslanir auglýst PlayStation VR á lækkuðu verði. PlayStation VR eru sýndarveruleikagleraugu fyrir PlayStation 4 leikjatölvuna sem komu á markað í október á seinasta ári. Frá því að græjan lenti í íslenskum verslunum hefur hefðbundið verð verið í kringum 65-70.000 kr. og hefur það verð haldist nokkuð stöðugt síðan þá.

Nú um áramótin lækkuðu tollar á sjónvörpum, leikföngum, spilum, húsgögnum og fleiri vörum – þar á meðal leikjatölvum og PlayStation VR. Nú seljast sýndarveruleikagleraugun á u.þ.b. 53.000 kr, sem er lækkun uppá samtals 17.000 kr. Með þessari verðlækkun færist verðið mun nær því sem tíðkast erlendis, til dæmis kostar PS VR 349 pund (50.000 kr. á núverandi gengi) í Bretlandi og 399 (u.þ.b. 45.000 kr. á núverandi gengi) í Bandaríkjunum.

Nauðsynlegt er eiga PlayStation myndavélina til að nota PlayStation VR og í sumum tilfellum er notast við PlayStation Move fjarstýringarnar.

Uppfært: Þegar þessi frétt er skrifuð hefur Tölvutek lækkað verðið enn frekar og kostar PlayStation VR nú 49.999 kr. hjá þeim.

 

Ætlar þú að kaupa þér PlayStation VR?

  • Nei - þykir græjan enn of dýr (32%, 52 Votes)
  • Óákveðin/n (23%, 37 Votes)
  • Nei - hef ekki áhuga (12%, 20 Votes)
  • Já - vegna verðlækkunar (12%, 20 Votes)
  • Nei - það vantar fleiri spennandi leiki (12%, 19 Votes)
  • Já - alveg óháð verðlækkun (7%, 11 Votes)
  • Annað (2%, 4 Votes)

Total Voters: 163

Loading ... Loading ...

 

 

TÖLVUTEK

ELKO

 

HEIMKAUP

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑