Birt þann 19. nóvember, 2016 | Höfundur: Nörd Norðursins
Nörd Norðursins gefur Titanfall 2 og fleiri tölvuleiki í tilefni Nordic Game Day!
Í dag er norræni leikjadagurinn, Nordic Game Day! Bókasöfn og stofnanir á Norðurlöndunum taka þátt og eru yfir 200 viðburðir í boði í ár. Samtals tíu bókasöfn taka þátt á Íslandi og verður meðal annars hægt að taka þátt í Slither.io keppni, prófa sýndarveruleika, fræðast um forritun, skella sér í Pokémon göngu, spila tölvuleiki og spil svo eitthvað sé nefnt. Nánari upplýsingar um daginn má finna hér.
Að þessu tilefni ætlum við að gefa nokkra leiki, þar á meðal Titanfall 2 (PS4), FIFA 17 (PS4), Aaru’s Awakening (PC) og simian.interface++ (PC)! Einfalt er að taka þátt:
- Skelltu þér á einhvern Nordic Game Day viðburð í dag, 19. nóvember.
- Taktu mynd eða myndband af einhverju skemmtilegu á viðburðinum.
- Póstaðu myndinni/myndbandinu á Twitter, Instagram eða Facebook og notaðu myllumerkið #nordicgameday og #leikjadagur.
Vinningshafar verða dregnir út um og eftir helgi og verður haft samband við vinningshafa í gegnum Twitter eða Instagram reikning viðkomandi.
TITANFALL 2
FIFA 17
AARU’S AWAKENING
SIMIAN.INTERFACE++
Mynd: Titanfall 2