Greinar

Birt þann 5. október, 2016 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Slush PLAY 2016: Spennandi tímar framundan á sviði VR

Slush PLAY ráðstefnan var haldin í annað sinn í Austurbæ dagana 29. og 30. september. Líkt og árið áður var fókusað á sýndarveruleika (VR) og tölvuleiki í víðum skilningi í þéttri dagskrá þar sem fagfólk m.a. frá King, CCP, Sólfar, Valve og Crytek, tóku til máls, miðluðu sinni reynslu og spáðu í fortíð, nútíð og framtíð sýndarveruleika.

Spennandi tímar framundan á sviði VR

wraith_fighterÞað má segja að árið 2016 sé fyrsta ár VR byltingarinnar þar sem fyrstu öflugu VR-gleraugun koma á markað á þessu ár; Oculus Rift (sem Facebook keypti á tvo milljarða Bandaríkjadali árið 2014), HTC Vive og PlayStation VR frá Sony. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, flutti öfluga opnunarræðu á Slush PLAY þar sem hann fór yfir mögulega framtíð VR þar sem hann tók meðal annars fram að VR er komið til að vera og sú tækni eigi eftir að hafa mikil áhrif á líf fólks – en eftir 10-15 ár. Fyrstu ár VR-tækninnar eiga aftur á móti eftir að vera erfið fyrir fyrirtæki sem sérhæfa sig í VR þar sem ákveðin óvissa ríkir á VR markaðnum. Hvað á eftir að ná vinsældum og hvenær? CCP hefur mikla trú á VR tækninni og mun halda áfram að skoða möguleikana en fyrirtækið hefur nú þegar gefið út tvo VR-leiki, það eru EVE Gunjack og EVE Valkyrie, auk þess sem fyrirtækið er að vinna að gerð Project Arena og EVE Gunjack 2.

Leikjahönnun í sýndarveruleika

Á Nordic Game ráðstefnunni talaði Tim Sweeney frá Epic Games meðal annars um þróun í VR og hve miklu máli það skipti að geta búið til VR hluti í VR umhverfi í framtíðinni. Þ.e.a.s. að geta hannað í VR með því að nota sérstök VR tól þannig að leikjahönnuðir og fleiri geti unnið í sýndarveruleikaumhverfi sem hentar við gerð VR leikja og upplifanna. Ein af slíkum viðbótum sem unnið er að og var minnst á er Carte Blanche viðbótin fyrir Unity leikjavélina, en í henni getur leikjahönnuðurinn skapað leikjaumhverfi í sýndarveruleika líkt og sést í þessu kynningarmyndbandi. Engin útgáfudagur er kominn á Carte Blanche.

Blandað saman tónlist, fjölspilun og samfélagsmiðli

Íslenska verkefnið Drexler var einnig kynnt en þar er fjölspilun, samfélagsmiðli og tónlist blandað saman í einn stafrænan heim.

Sex fyrirtæki kynntu vörur sínar og þjónustu í sérstakri kynningarlotu á Slush PLAY. Þarna kynnti Rosamosi tónlistarleikinn Mussila, Emberlight kynnti VR leiki sem byggja á norrænni goðafræði, FLOW VR sagði frá möguleikum hugleiðslu í VR, leikjafyrirtækið Iceflake vakti athygli á leikjum sínum og Vizor var með kynningu á sviði sköpunar, dreifingar og upplifunar á VR. Íslenska verkefnið Drexler var einnig kynnt en þar er fjölspilun, samfélagsmiðli og tónlist blandað saman í einn stafrænan heim. Í Drexler geta notendur búið til sýna eigin karaktera líkt og í flestum MMO-leikjum, en í stað þess að berjast eða læra á flókin uppfærslukerfi þá er markmið Drexler að gera upplifunina þægilega, auðvelda og í gegnum tónlist. Í Drexler eiga keppendur að geta keppt í dance off, búið til sín eigin lög og deilt þeim með öðrum notendum. Fjölspilunarsamfélagsmiðlaleikurinn (langt nýyrði í boði Nörd Norðursins!) er enn í vinnslu en hér er hægt að sjá stutt myndbrot sem gefur hugmynd að því hvernig umhverfið í Drexler mun líta út.

VR, leikir og hvalir

Lokapartý Slush PLAY var haldið á Hvalasafninu á Granda þar sem gestum gafst tækifæri á að kynna sér íslenska leikjahönnun og VR. Til sýnis voru sömu leikir og á ráðstefnunni sjálfri; Starborne frá Solid Clouds, EVEREST VR frá Sólfar, EVE Valkyrie og EVE Gunjack frá CCP og Waltz of the Wizards frá Aldin Dynamics.

STARBORNE

EVEREST VR

WALTZ OF THE WIZARD

EVE VALKYRIE

EVE GUNJACK

Slush PLAY ráðstefnan lukkaðist einstaklega vel annað árið í röð og eiga skipuleggjendur ráðstefnunnar hrós skilið fyrir vel skipulagaða og fjölbreytta dagskrá. Ráðstefnan gaf gott yfirlit yfir það helsta sem er að gerast á sviði sýndarveruleika og skemmtilegt að sjá hvað íslensk leikjafyrirtæki eru að gera góða hluti á því sviði.

Processed with MOLDIV

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑