Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Leikjarýni: Deus Ex: Mankind Divided
    Leikjarýni

    Leikjarýni: Deus Ex: Mankind Divided

    Höf. Jósef Karl Gunnarsson2. október 2016Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Deus Ex: Mankind Divided er fyrstu persónu skotleikur og notast við þriðju persónu þegar maður fer í skjól. Leikurinn er beint framhald Human Revolution og gerist 2 árum eftir atburði þess. Fyrir þá sem ekki hafa spilað fyrri leikinn þá er 12 mínútna myndskeið sem sýnir hvað gerðist í hinum leiknum.

    Adam Jensen starfar fyrir Interpol og hans verkefni er að stöðva hryðjuverkamenn sem hafa verið „betrumbættir“ með vélabúnaði og nýjustu tækni. Jensen er einnig „betrumbættur“ og eftir hræðilegan atburð, þar sem „betrumbætt“ fólk missti stjórn á vélabúnaðinum og sjálfum sér, er fólki skipt í tvo hópa. „Betrumbætt“ fólk er litið hornauga og sett í rusl flokk.

    deus_ex_mankind_divided_01

    Þessi heimur, sem teymið á bakvið leikinn hafa skapað, er í senn heillandi og skelfilegur þar sem stéttaskipting, aðskilnaður, leynimakk og samsæri ræður ríkjum. Deus Ex leikirnir hafa stætt sig á því að gefa spilaranum frjálst val yfir því hvernig verkefni skulu vera leyst af hendi. Maður getur skotið alla í spað eða laumast um og valið með hverjum maður stendur þegar mikið bjátar á.

    Deus Ex leikirnir hafa stætt sig á því að gefa spilaranum frjálst val yfir því hvernig verkefni skulu vera leyst af hendi. Maður getur skotið alla í spað eða laumast um og valið með hverjum maður stendur þegar mikið bjátar á.

    Það er engin rétt leið til að klára verkefni og þó svo maður sé ekki með allar „betrumbætur“ sem völ er á þá er alltaf hægt finna leið sem hentar hverju sinni. Ef menn klára bara aðalverkefnin þá er leikurinn frekar stuttur og virðist lítið hafa gerst miðað við fyrri leikinn. Heimurinn dró mig sjálfann inn í leikinn og ég vildi taka að mér hliðarverkefni sem bætir heilmiklu við leikinn. Þrátt fyrir það þá er auka smáleikur fyrir utan leikinn, kallaður Breach, og svo eru aðrar sögur sem hægt er að spila sem líklegast fylla upp í það sem gerðist milli fyrri leiksins og þennan. Hins vegar þarf að borga til að fá að spila þessar sögur og eflaust verða þær fleiri þegar líður á. Minnir mann óneitanlega á hvernig var farið með The Evil Within.

    deus_ex_mankind_divided_02

    Umgjörð leiksins er virkilega flott en það eru nokkrir vankantar sem koma upp sem skemma sem betur fer ekki of mikið innlifunina.

    Umgjörð leiksins er virkilega flott en það eru nokkrir vankantar sem koma upp sem skemma sem betur fer ekki of mikið innlifunina. Tal og munnhreyfingar pössuðu ekki saman en það truflaði mig ekki heldur var það frekar ójafn hljóðheimur leiksins. Eitt sinn var ég inni á skrifstofu með fullt af fólki sem tuldraði við sjálfan sig hér og þar. Ég var að reyna að hlusta á mann sem var að fræða mig um glæpastarfsemina í borginni og víðar nema hvað það var sami styrkur á hinu fólkinu á meðan hann var að tala við mig. Úr öllum áttum í heimabíóinu komu raddir sem gerðu erfitt fyrir að heyra hvað hann sagði, maður hefði haldið að það væri lækkað í öðru á meðan. Einnig blandaðist tónlistin illa þegar átti að skipta um tón miðað við hvað var að gerast í leiknum og ef maður rotaði fólk þá heyrðist í því löngu eftir að maður hafði lokið við það. Líka skrítið að það sé hægt að rota einhvern mjög nálægt öðrum án þess að þeir verði þess varir miðað lætin sem ég heyri. Svo kemur oft fyrir að hlutir og rotaðir/dauðir menn festast á undraverðan hátt og í einu tilfelli gat ég ekki dregið óvígan óvin í burtu því hann var bundinn við vegg með ósýnilegu reipi, hann hrökk alltaf til baka og ekkert hægt að gera í því nema að endurhlaða leikinn ef þetta skipta miklu máli.

    Eftir að hafa klárað aðalsöguþráðinn langar manni að spila hann aftur og skoða hvern krók og kima. Gera hluti öðruvísi, næla sér í allar „betrumbæturnar“ og velja hærra erfiðleikastig. Þetta er leikur með gott endurspilunargildi þar sem það eru mörg önnur verkefni og er alls kyns leynistaði að finna í þessum framandi framtíðarheimi.

    Deus Ex Deus Ex Mankind Divided Leikjarýni
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaLeikir, VR og tónlist í lokapartýi Slush PLAY – Ókeypis inn
    Næsta færsla Slush PLAY 2016: Spennandi tímar framundan á sviði VR
    Jósef Karl Gunnarsson

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.