Fréttir
Birt þann 5. október, 2016 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson
Gunjack 2 frá CCP væntanlegur á Google Daydream
Á blaðamannafundi Google fyrr í kvöld kynnti fyrirtækið fjölmargar nýjungar – þar á meðal Google snjallsíma (Pixel og Pixel XL) og sýndarveruleikabúnaðinn Daydream sem tengist símanum.
Samhliða þessum tilkynnti Google og CCP að VR-leikurinn Gunjack 2: End of Shift frá íslenska leikjafyrirtækni CCP væri væntanlegur á Daydream. Í fréttatilkynningu sem CCP sendi frá sér segir Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, að það hafi verið stórkostleg reynsla að vinna með Google teyminu og að útgáfa Gunjack 2 undirstrikar þá skuldbindingu sem fyrirtækið hefur sett sér á sviði VR í tölvuleikjum og afþreyingu.