Leikjarýni

Birt þann 11. ágúst, 2016 | Höfundur: Jósef Karl Gunnarsson

Leikjarýni: The Warriors – „dökkur og skemmtilegur slagsmálaleikur“

Leikjarýni: The Warriors – „dökkur og skemmtilegur slagsmálaleikur“ Jósef Karl Gunnarsson

Samantekt: Án efa einn besti tölvuleikur byggður á kvikmynd og nær að kafa dýpra inn í heiminn sem birtist í myndinni.

3.5

Geggjaður!


Einkunn lesenda: 0 (0 atkvæði)

Það voru þó nokkrir leikir á PlayStation 2 leikjatölvunni sem ég spilaði mjög mikið en hvað varðar stíl og tónlist þá jafnast ekkert á við The Warriors frá Rockstar.

Leikurinn er byggður á samnefndri kvikmynd frá 1979 þar sem eitt glæpagengi er ranglega sakað um morð og þarf að berjast alla leiðina heim. Í mínu tilfelli þá spilaði ég leikinn fyrst og sá myndina seinna og vissi allar línur enda er leikurinn nánast skot fyrir skot endurgerð á myndinni.

Ég kolféll fyrir tónlistinni í leiknum enda fengu þeir að nota tónlistina eftir Barry DeVorzon ásamt lögum úr myndinni. Fleiri lögum frá þessum tíma var svo bætt við, það sem kemur á óvart er að þekkt lög á borð við Knock on Wood með Amii Stewart og When You’re In Love With A Beautiful Woman með Dr. Hook heyrast í leiknum. Tónlistin byggir á grunninum frá DeVorzon og gerir leikinn mun dekkri en myndin nokkurn tíma var. Steve Donohoe sá um hljóðið og tónlistina í leiknum ásamt Neveroddoreven.

The_Warriors_01

Leikurinn er erfiður á köflum og fer eftir því hvernig þú nærð að nýta liðsfélaga þína við að hjálpa þér í gegnum borðin.

Á dögunum endurspilaði ég leikinn á gömlu góðu PS2 tölvunni og hafði mjög gaman af honum. Leikurinn er erfiður á köflum og fer eftir því hvernig þú nærð að nýta liðsfélaga þína við að hjálpa þér í gegnum borðin. Svo tók ég eftir því að The Warriors er nýkominn á PS4 og er því í háskerpu en annars hefur engu verið breytt. Grafíkin er því enn á köflum slöpp og væri gaman að sjá meiri smáatriði betur eins og merki gengjanna á einkennisklæðnaði þeirra. Þar sem leikurinn skein var í hljóðdeildinni. Nokkrir leikarar úr myndinni ljáðu sömu persónum og þau léku raddir sínar. Allt vel gert og ná þeir að herma vel eftir öðrum hlutverkum sem ekki var hægt að fylla í frá upprunalegu myndinni. Ég tók þó eftir að það komu nokkrar hljóðtruflanir þegar hleðsluskjárinn kemur upp. Einnig vantar eitt teiknimyndamóment þegar eitt gengið birtist á skjánum (The Hi-Hats). Í kreditlistanum þegar sjást hvaða lög eru í leiknum þá vantar texta inn á milli laga. Er ekki alveg að skilja hvernig þetta hefur gerst.

Í leiknum fær maður að stjórna einum af níu aðal meðlimum gengisins Warriors. Leikurinn hefst þrem mánuðum fyrir atburði myndarinnar og þarf maður að leysa hin ýmsu verkefni. Oftar en ekki þarf að lumbra á óvina gengjum og til að lifa af þarf maður að stela. Maður er þó aldrei einn og getur þú skipað félögum þínum að hjálpa þér. Milli borða hangir maður með félögum sínum í bækistöðinni þar sem hægt er að æfa sig og að styrkja þolið eða fara út á sitt yfirráðasvæði og leysa verkefni sem munu bæta persónu þína á marga vegu. Einnig eru bónus borð sem sýna hvernig gengið varð til og hvernig aðal meðlimirnir komust inn í gengið. Þegar loksins er komið að tímapunktinum þar sem leikurinn og kvikmyndin mætast þá er þetta eitt stórt maraþon.

Leikurinn er ójafn og kynnir til sögunnar ný sjónarhorn og öðruvísi spilun í þessum lokahluta leiksins. Til dæmis hlaupasenur þar sem þetta snýst um að annað hvort að ýta stanslaust á einn takka eða réttann takka. Erfitt getur verið að eiga við sjónarhorn leiksins á þröngum stöðum en það er hægt að velja um tvær stillingar hvort tölvan sér um að breyta sjónsviðinu eða ekki.

The_Warriors_02

Spilun leiksins tekur um 10 tíma með bónus borðunum, en getur alveg farið í 12 eða meira með þessum verkefnum á yfirráðasvæði gengisins.

Spilun leiksins tekur um 10 tíma með bónus borðunum, en getur alveg farið í 12 eða meira með þessum verkefnum á yfirráðasvæði gengisins. Ég hins vegar eyddi meira en 30 tímum í að klára leikinn 100% en það þarf kannski ekki að taka svo langan tíma. Svo er hægt að aflæsa leikmenn og borð fyrir Rumble Mode með því að ná háu skori í borðunum og klára auka verkefni á borð við að merkja yfir óvina veggjakrot. 2 leikmenn geta spilað í gegnum sögu leiksins ásamt Rumble Mode. Svo punkturinn yfir i-ið er Armies of the Night er stuttur leikur í anda Final Fight og Double Dragon sem aflæsist við að klára öll borðin í leiknum. Stjórnun er alveg eins og í venjulega leiknum nema hann er virkar eins og gömlu slagsmálaleikirnir þar sem maður ferðast frá vinstri til hægri.

The Warriors er dökkur og skemmtilegur slagsmálaleikur sem er alls ekki fyrir börn. Þetta er án efa einn besti tölvuleikur byggður á kvikmynd og inniheldur geðveika tónlist.

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑