Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Spil»Fimm góð borðspil fyrir stóran hóp
    Spil

    Fimm góð borðspil fyrir stóran hóp

    Höf. Þóra Ingvarsdóttir9. ágúst 2016Uppfært:9. ágúst 2016Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Gallinn við sum spil er að þau henta oft best fyrir tiltekinn fjölda spilara, og ef maður er ekki með réttan fjölda geta þau virkað verr eða jafnvel verið óspilanleg. Eitt dæmi um þetta, sem ég hef oft lent í því, er þegar maður er með tiltölulega stórum hóp af fólki sem vill spila saman, en þar sem ekkert spil tekur nógu marga spilara verður hópurinn að skipta sér og spila tvö eða jafnvel þrjú spil, hvert í sínu horni. Hér eru nokkur spil sem hefðu bjargað málunum í þessum kringumstæðum, þar sem þau henta betur eftir því sem spilararnir eru fleiri:

    Cards_agains_humanityCards Against Humanity

    Flestir þekkja Cards Against Humanity, partíspilið sem snýst um að botna setningarbútinn sem er í borði með setningarbútunum sem spilarinn er með á hendi á sem fyndnastan/mest óviðeigandi hátt. Það er ótrúlega auðvelt að kenna og læra CAH, og jafnvel fólk sem fílar yfirleitt ekki borðspil hefur oftast mjög gaman af þessu spili. Það á að virka fyrir allt að 30 spilara – hugsanlega væru það aðeins of margir spilarar, en allt að 12-15 hefur oft virkað mjög vel.

     

    Werewolf / Ultimate Werewolf /
    The Werewolves of Miller’s Hollow og fleiri

    Werewolf_spilÞað eru til ýmsar ákaflega svipaðar útgáfur af varúlfaspilshugmyndinni, sumar aðeins ólíkar í framkvæmd og hlutverkum, en allar sem ég hef séð hafa verið eins í grunninn. Allir spilarar fá leynilegt spjald með hlutverki, einn eða fleiri eru varúlfar og vita (yfirleitt) hverjir hinir varúlfarnir eru, hinir spilararnir vita það ekki en þurfa að reyna að komast að því hverjir úlfarnir eru með þeim litlu upplýsingum sem þeir hafa, með því að ræða sín á milli. Flestar útgáfur af spilinu virka fyrir allt að 15-20 manns.

    Dixit Odyssey

    DixitDixit er svolítið öðruvísi spil sem virðist annað hvort henta fólki mjög vel eða frekar illa. Á spilunum er enginn texti, bara (oft frekar abstrakt) myndir. Í hverri umferð velur einn spilari mynd af hendi án þess að sýna hinum spilurunum hana, og segir nokkur orð sem gefa vísbendingu um útlit hennar, en ekki beina lýsingu. Hinir spilararnir velja síðan mynd af sinni hendi sem gæti mögulega átt við þessa lýsingu, og allar myndirnar eru síðan lagðar fyrir spilarana. Síðan fá þeir stig fyrir að giska á hvaða mynd var upphaflega myndin. Upphaflega Dixit spilið var fyrir aðeins færri spilara, en Dixit Odyssey er útgáfa af því fyrir allt að 12 manns, og virkar vel fyrir hámarksfjöldann.

    The Resistance

    Spilið gengur að miklu leyti út á að reyna að reikna út hverjir séu njósnararnir og hverjir ekki, og að komast að því hverjum sé hægt að treysta.

    Í The Resistance eru spilarar andspyrnumeðlimir – en sumir eru í raun og veru njósnarar sem vilja eyðileggja fyrir andspyrnunni. Þáttakendur fá í byrjun spilsins leynilegt spil sem segir þeim hvort þeir séu andspyrnumenn eða njósnarar. Síðan þarf hópurinn að velja nokkra spilara í hverri umferð til að fara í „sendiför“ – þessir spilarar velja síðan í leynilegri kosningu hvort sendiförin takist (og andspyrnufólkið fái stig) eða ekki (og njósnararnir fái stig). Spilið gengur að miklu leyti út á að reyna að reikna út hverjir séu njósnararnir og hverjir ekki, og að komast að því hverjum sé hægt að treysta. Að mínu mati virkar The Resistance best með hámarksfjölda spilara, sem er 9-10.

    Robo Rally

    RoboRallyRobo Rally tekur aðeins færri spilara en hin spilin á þessum lista, en að mínu mati er það spilið sem batnar mest eftir því sem fleiri spilurum er bætt við það. Robo Rally með 3-4 er ekkert ofboðslega sérstakt spil, en Robo Rally með hámarksfjöldanum, 8 spilurum, er stórskemmtilegur glundroði eins og ég tel að hönnuðir þess hafi ætlað því að vera. Hver spilari stjórnar vélmenni sem þarf að ferðast milli nokkurra punkta á spilaborðinu. Í hverri umferð eru dregin nokkur spil með skipunum sem hægt er að gefa vélmenninu – snúa til vinstri, fara 2 reiti áfram, o.s.frv. – og spilarinn þarf síðan að púsla saman úr þeim skipanaröð sem muni ekki senda vélmennið ofan í pytt, fyrir leysigeisla, eða fram af brún borðsins. Þegar 8 vélmenni eru komin í borðið er sífelld hætta á að hin vélmennin skjóti óvart (eða í sumum tilfellum viljandi) vélmenni manns eða hrindi því af leið, sem gerir spilið mun meira spennandi.

    Cards Against Humanity Dixit Robo Rally The Resistance topplisti werewolf
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaFantasy Flight Games í ham!
    Næsta færsla Drullusokkur og fleiri nýir aukahlutir í Rocket League Rumble
    Þóra Ingvarsdóttir

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #55 – Leikir ársins 2024 og Switch 2 orðrómar

    13. janúar 2025

    Allt það vinsælasta á Nörd Norðursins árið 2024

    1. janúar 2025

    Skottulæknar í Quacks of Quedlinburg: The Duel

    2. nóvember 2024

    Pest – Spil með sjúklega flott þema

    6. október 2024

    Eldur – Strangheiðarlegt létt samvinnuspil

    23. september 2024

    10 vel heppnaðir hinsegin tölvuleikir

    8. ágúst 2022
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.