Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»E3 2016: Xbox One S og Project Scorpio
    Fréttir

    E3 2016: Xbox One S og Project Scorpio

    Höf. Steinar Logi13. júní 2016Uppfært:14. júní 2016Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Microsoft var með nokkuð stórar tilkynningar hvað varðar vélbúnað á ráðstefnu E3 í dag. Í fyrsta lagi þá er að koma út minni og þynnri útgáfa af Xbox One sem heitir Xbox One S, kemur út í ágúst og kostar 299$ í USA. Verðið miðast við 500 gb en 1 tb er 349$ og 2tb 399$. Vélin er betri en eldri týpur því að hún getur m.a. spilað bluray, styður 4k Ultra HD og er með bættum stýrispinna.

    En stóra fréttin er Project Scorpio sem stefnir í að vera nokkurs konar Súper Xbox One og ætti að vera til sölu næsta ár. Phil Spencer kynnti þetta sem byltingu á leikjatölvumarkaðinum og segir hana verða öflugri en nokkuð annað á markaðinum. Tækið er með „true 4k gaming og high fidelity VR“ skv. honum en einnig með 6 teraflops vinnslugetu. Sjá að neðan vídeó þar sem fólk fer fögrum orðum um gripinn.

    Microsoft segir líka að allir leikir sem virka á Project Scorpio munu virka fyrir Xbox One og Windows 10 eða eins og þeir sögðu: „Noone gets left behind“ þannig að framleiðendur þurfa að gera ráð fyrir eldri vélum líka. Markaðurinn breytist dáldið við þetta, núna munu þeir sem eiga aukapening geta keyrt leikina sína í 4K og í sýndarveruleika (VR) en við hin höldum væntanlega áfram að spila á upprunalega Xbox One. Það var ekki beint sýnt hvernig VR virkaði á þessari nýju græju en það ætti að koma þegar við nálgumst söludag. Það verður alla vega spennandi að hvað Sony kemur með í nótt varðand PS4.5 / PS4 Neo.

    e3 e3 2016 leikjatölva microsoft Project Scorpio xbox one Xbox One S
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaE3 2016: Microsoft: Sýnishorn frá We Happy Few, Forza Horizon 3, Gears of War 4 o.fl.
    Næsta færsla E3 2016: Xbox One fjarstýringar í þínum lit
    Steinar Logi

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.