Fréttir

Birt þann 13. júní, 2016 | Höfundur: Steinar Logi

E3 2016: Xbox One S og Project Scorpio

Microsoft var með nokkuð stórar tilkynningar hvað varðar vélbúnað á ráðstefnu E3 í dag. Í fyrsta lagi þá er að koma út minni og þynnri útgáfa af Xbox One sem heitir Xbox One S, kemur út í ágúst og kostar 299$ í USA. Verðið miðast við 500 gb en 1 tb er 349$ og 2tb 399$. Vélin er betri en eldri týpur því að hún getur m.a. spilað bluray, styður 4k Ultra HD og er með bættum stýrispinna.

En stóra fréttin er Project Scorpio sem stefnir í að vera nokkurs konar Súper Xbox One og ætti að vera til sölu næsta ár. Phil Spencer kynnti þetta sem byltingu á leikjatölvumarkaðinum og segir hana verða öflugri en nokkuð annað á markaðinum. Tækið er með „true 4k gaming og high fidelity VR“ skv. honum en einnig með 6 teraflops vinnslugetu. Sjá að neðan vídeó þar sem fólk fer fögrum orðum um gripinn.

Microsoft segir líka að allir leikir sem virka á Project Scorpio munu virka fyrir Xbox One og Windows 10 eða eins og þeir sögðu: „Noone gets left behind“ þannig að framleiðendur þurfa að gera ráð fyrir eldri vélum líka. Markaðurinn breytist dáldið við þetta, núna munu þeir sem eiga aukapening geta keyrt leikina sína í 4K og í sýndarveruleika (VR) en við hin höldum væntanlega áfram að spila á upprunalega Xbox One. Það var ekki beint sýnt hvernig VR virkaði á þessari nýju græju en það ætti að koma þegar við nálgumst söludag. Það verður alla vega spennandi að hvað Sony kemur með í nótt varðand PS4.5 / PS4 Neo.

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑