Fréttir

Birt þann 12. júní, 2016 | Höfundur: Steinar Logi

E3 2016: Mass Effect: Andromeda

Eins og búist var við þá var EA með fréttir af næsta leiknum þeirra í Mass Effect leikjaveröldinni en því miður er enn ekki komin almennileg stikla eða vídeó með leikjaspilun. Hins vegar gáfu þeir út nokkurs konar umfjöllunarvídeó (sjá fyrir neðan) og maður fékk sýnishorn af grafíkinni sem lofar alveg góðu. Leikurinn á að vera stærri og opnari þ.e.a.s. spilarar geta flogið til mismunandi plánetna og það virðist vera lögð meiri áhersla á að skoða alheiminn og það vekur upp spurningar um hvort að sagan, sem hefur verið stærsti þáttur ME leikja hingað til, verði ekki eins stór hluti. Reyndar er erfitt að lesa úr þessu vídeói nákvæmlega hvernig leikur þetta verður, það vakna bara upp fleiri spurningar. Vonandi verður hann biðarinnar virði.

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑