Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Spil»5 ráð til að kynna borðspil fyrir byrjendum
    Spil

    5 ráð til að kynna borðspil fyrir byrjendum

    Höf. Þóra Ingvarsdóttir4. júní 2016Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    TeningarÉg á við tvö vandamál að stríða – í fyrsta lagi þekki ég aldrei nógu marga sem eru til í að taka borðspil með mér, og í öðru lagi þekki ég svo margt fólk sem hefur ekki áhuga á borðspilum. Auðveldasta lausnin á þessu vandamáli er kannski augljós, en hvernig er best að sýna nýju fólki hversu skemmtilegt borðspilaáhugamálið getur verið? Hér eru nokkur ráð sem hafa reynst mér vel.

    Að horfa á myndband er góð skemmtun

    Það eru ekki allir sem treysta sér beint í að spila strax sjálfir flóknari borðspil, sérstaklega ef þeir hafa ekkert spilað síðan lúdó þegar þeir voru krakkar. Það getur virkað að leyfa þeim að fylgjast með þér spila heima í stofu, en það eru líka til allskonar myndbönd á netinu sem kynna borðspil ákaflega vel. Tabletop serían hans Wil Wheaton er t.d. ákaflega byrjendavæn og kennir spilin vel jafnframt því að sýna fagmannlega hversu gaman getur verið að spila gott spil með góðum hóp.

    Ekki byrja í djúpu lauginni

    Ef manneskjan hefur ekki þeim mun meiri brennandi áhuga á flókinni og djúpri herstrategíu er ólíklegt að t.d. Twilight Imperium slái í gegn hjá henni sem fyrsta borðspil. Hugsanlega er hún með doktorsgráðu í herkænsku eða er í tölvunni 8 tíma á dag að spila Total War og Civ, en flestum öðrum finnst betra að byrja á einfaldari spilum. Ef það er sér taska undir allar mismunandi fîgúrur spilsins og leiðbeiningabókin er 100+ blaðsíður er kannski best að bíða aðeins með það.

    Minna er meira

    Á svipuðum nótum hafa ekki allir þol strax frá upphafi í 11 tíma Risk maraþon. Spil sem hægt er að spila stuttar umferðir af til æfingar þannig að allir geti vanist spilinu, og sem hægt er að klára á stuttum tíma ef í ljós kemur að það hentar ekki öllum, eru tilvalin fyrir byrjendur sem vita kannski ekki alveg hvernig spilum þeir muni hafa mest gaman af.

    Veldu rétta spilið

    Þetta segir sig kannski svolítið sjálft, en það er líklegra að fólk hafi gaman af spili sem það þekkir, eða sem tengist einhverju áhugamáli þeirra. Ýmis spil eru til sem tengjast t.a.m. Dungeons and Dragons hugarheiminum eða ýmsum kvikmyndum og sjónvarpsseríum, og einnig er sægur spila sem snúast um íþróttir eða uppvakninga eða samúræja eða hvað annað þema sem spilahöfundunum datt í hug þann daginn, flest er hægt að finna. Léttari spil virka oft betur, það þarf t.d. litla spilareynslu til að hafa gaman af Cards Against Humanity ef húmorinn er fyrir hendi.

    Ekki vera skíthæll

    Það er gaman að vinna, og það er auðveldara að vinna á móti byrjendum en öðrum. Það er samt ofboðslega leiðinlegt að vera algjörlega rústað í fyrsta spilinu sínu, sérstaklega þegar sigurvegarinn nýr manni því um nasir hversu svakalega maður tapaði og hversu illa maður skildi reglurnar. Ég er alls ekki að mæla með því að maður leyfi byrjendum viljandi að vinna, en það gefur þeim betri ímynd af spilinu ef það er útskýrt fyrir þeim af þolinmæði og þeir fá tíma til að venjast reglunum á sínum hraða meðan spilað er. Svo ekki sé minnst á að þeir læra hraðar þannig og verða betri spilarar, sem hentar öllum – það er engin áskorun að vinna á móti einhverjum sem ekki kann reglurnar!

     

    Love_Letter_02Af eigin reynslu get ég mælt með spilum eins og Love Letter, Tvennu (Dobble) og Dixit sem spilum sem henta byrjendum oft vel og gefa jafnframt góða innsýn í heim borðspilanna. Þau eiga það sameiginlegt að vera tiltölulega auðlærð og fljótleg (í tilfelli Dixit er auðvelt að byrja eða hætta í miðju spili) og umbuna hratt góða spilun. Carcassonne hefur líka fallið í kramið hjá furðu mörgum byrjendum miðað við að það er aðeins lengra og flóknara, sem sýnir hversu mismunandi smekkur manna getur verið! Það er mjög persónubundið hverju fólk muni hafa mest gaman af, og um að gera að spyrja bara hvað vekur áhuga hvers og eins – það er til borðspil fyrir alla.

    Mynd: Wikimedia Commons

    borðspil ráð
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaLeikjarýni: Doom – „hraði, spenna og blóð“
    Næsta færsla Topp 5 ofurhetjuþemu síðustu ára
    Þóra Ingvarsdóttir

    Svipaðar færslur

    Skottulæknar í Quacks of Quedlinburg: The Duel

    2. nóvember 2024

    Pest – Spil með sjúklega flott þema

    6. október 2024

    Eldur – Strangheiðarlegt létt samvinnuspil

    23. september 2024

    Spilaðu sem landnámsmaður á Íslandi í tölvuleiknum Landnáma

    22. ágúst 2024

    VAHÚÚ! Lego Super Mario grunnpakkinn prófaður

    30. september 2020

    Nörd í Reykjavík – Efnisyfirlit yfir alla fimm þættina

    15. mars 2019
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.