Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Greinar»Umfjöllun: Overwatch
    Greinar

    Umfjöllun: Overwatch

    Höf. Daníel Páll24. maí 2016Uppfært:24. maí 2016Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    d.va Overwatch
    d.va Overwatch
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Í dag, 24. maí 2016, kemur leikurinn Overwatch út. Þetta er nýjasti leikurinn frá risa leikjaframleiðandanum Blizzard, sem hefur framleitt og gefið út marga af vinsælustu leikjum tölvuleikjasögunnar svo sem Diablo, StarCraft og World of Warcraft.

    Overwatch er fyrstu persónu fjölspilunar skotleikur þar sem þú stjórnar einni af fjölmörgum hetjum í bardaga við aðrar hetjur. Það eru 6 spilarar í hverju liði og keppast þau um útrýma hinu liðinu, ná að uppfylla markmið spilaborðsins og að sigra.

    Hetjur

    Reaper Overwatch

    Hetjurnar sem hægt er að velja eru ekki af skornum skammti en við útgáfu Overwatch verður hægt að velja úr 21 hetju. Hver hetja hefur sína einstaka hæfileika, styrkleika og veikleika. Því skiptir miklu máli hvaða hetjur eru í hverju liði fyrir sig. Sum borð krefjast að eitt liðið er í árásarham en hitt liðið er að verja. Hvaða hetjur eru í árásarliðinu geta verið allt öðruvísi en þær sem eru notaðar í varnarliðinu.

    Tracer Overwatch

    Allar hetjurnar eru settar niður í fjóra flokka, en þeir eru árás, vörn, tankur og stoð. Það er ekki gott ef allar hetjurnar í sama liði eru úr sama flokknum, heldur er gott að dreifa á milli flokka eftir því hvað er verið að sækjast eftir. Þegar verið er að velja hetju þá gefur leikurinn spilara upplýsingar um hvort að það vanti hetjur úr þessum flokkum og getur spilari þá valið hetju með þær upplýsingar að vopni.

    Borð

    Temple of Anubis Overwatch

    Borðin í Overwatch eru fjölbreytileg en bardagar geysa frá gömlum musterum yfir í hátækni verksmiðjur. Borðin eru 12 til að byrja með og borðin eru með markmið sem liðin þurfa að framkvæma til að sigra andstæðingana.

    Gibraltar Overwatch

    Flokkarnir eru Árás, Fylgd, Stjórnun, og Árás & Fylgd. Í Árás þá þarf annað liðið að ná fjölda svæða en hitt liðið þarf að halda árásarliðinu frá svæðunum. Í Fylgd þarf eitt liðið að fylgja tæki í gegnum borðið en varnarliðið þarf að halda fylgdarliðinu frá tækinu. Stjórnun, þá eru bæði liðin að reyna að ná og halda svæði í borðinu. Í Árás & Fylgd þá þarf árásarliðið að ná svæði og síðan fylgja tæki í gegnum borðið.

    Spilun

    Hver leikur byrjar á því að hver spilari velur þá hetju sem á að spila. Það skiptir máli að fylgjast með því hvaða hetjur samspilarar þínir eru að velja til að geta búið til vígalegt teymi af hetjum sem geta áorkað miklu. Ef það gengur illa í leiknum þá er ekkert mál að skipta um hetju en það er gert ef spilari deyr.

    roadhog-screenshot-001

    Þegar spilari deyr þá kemur hann aftur til leiks á byrjunarpunkt liðsins síns. Þessi byrjunarpunktur getur færst eftir því hvernig borð er verið að spila og hvernig liðinu gengur að klára markmið borðsins. Í hverju borði eru flöskuhálsar og skiptir miklu máli fyrir liðin að fylgjast vel með þeim og spila saman til að geta sigrað andstæðingana.

    Overwatch er frábær leikur fyrir samspil og fær maður tilfinninguna að það sé verið að hjálpa til sigurs þrátt fyrir að maður sé kannski ekki beint að skjóta á óvinina stanslaust.soldier-76-screenshot-003

    Við spilun leiksins fær spilari reynslustig sem leyfa honum að hækka um Levels. Það sem er bakvið þessi Levels eru kistur þar sem hægt er að fá hluti tengda útliti, en ekki vopn eða þess háttar. Allar hetjurnar eru aðgengilegar í byrjun þannig að ekki er verið að fela hetjur bakvið háann vegg þar sem þarf að spila óralengi til að komast að spila einhverja hetju.

    Sagan

    Blizzard eru búnir að vera að gefa út frábær myndbönd sem eru að kynna hetjurnar. Það eru ekki komin út myndbönd fyrir allar hetjurnar en við mælum eindregið með að skoða þau hérna fyrir neðan ef þú hefur áhuga á að læra meira um söguna í leiknum.

    Við förum í að vinna í gagnrýni strax og leikurinn kemur út, verið tilbúin!

    Stikla fyrir Overwatch

    Hetjukynningar

     

     

    blizzard Overwatch
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaFimm frábær spil í ferðlagið
    Næsta færsla Stjörnufræðivefurinn í neyð – Leggðu þitt af mörkum!
    Daníel Páll

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.