Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Leikjarýni: Uncharted 4 – „enn ein svaðilförin“
    Leikjarýni

    Leikjarýni: Uncharted 4 – „enn ein svaðilförin“

    Höf. Jósef Karl Gunnarsson9. maí 2016Uppfært:23. maí 2016Engar athugasemdir7 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Þegar fyrsti Uncharted leikurinn kom út árið 2007 þá kom fyrst upp í huga minn sú staðreynd að tölvuleikir væru að líkjast kvikmyndum meira og meira. Það var endalaust gaman að spila í gegnum þessi ótrúlegu ævintýri og upplifa það samhliða persónunum. Nú eru fjögur og hálft ár síðan þriðji leikurinn kom út og rúmlega þrjú ár síðan The Last of Us kom út; eðlilega spurði maður sjálfan sig hvort Naughty Dog gætu toppað það.

    Nathan Drake hefur skilið við sitt gamla líf og er kvæntur Elenu. Heimilislífið og vinnan er klárlega ekki eins spennandi og ævintýrin sem hann var vanur að fara í. Hann þarf þó að svíkja loforð sitt þegar hann fær heimsókn frá bróður sínum. Sam er í vanda staddur og þarf hann hjálp frá Nathan við að finna risastóran sjóræningjafjársjóð.

    Uncharted4_01

    Uncharted 4 fer ekki ótroðnar slóðir hvað varðar leitina að fjársjóðnum og framvindu ævintýrisins. Líkt og í þriðja leiknum er flakkað í gegnum tímann og fáum við að sjá þegar bræðurnir voru yngri. Samband bræðranna og álagið sem Nathan er undir er það sem virkilega stendur upp úr því skúrkarnir fá ekki mikinn tíma til að skína.

    Þrátt fyrir að allt þetta sé frekar kunnuglegt þá eru nokkrar nýjungar í leiknum. Nathan er nú með gripkrók sem hann notar óspart til að sveifla sér milli staða.

    Þrátt fyrir að allt þetta sé frekar kunnuglegt þá eru nokkrar nýjungar í leiknum. Nathan er nú með gripkrók sem hann notar óspart til að sveifla sér milli staða. Á mörgum stöðum eru brattar brekkur sem þarf að renna sér niður og stökkva í tæka tíð til að bjarga sér frá háu falli. Einnig er vel þegið að geta merkt óvini til að hafa betri yfirsýn þegar allt er morandi í óvinum og hægt er að fela sig í háu grasi. Svo eru kaflar þar sem þarf að keyra um torfærur á jeppa. Allt annað er meira eða minna svipað og áður nema gervigreindin hjá bæði óvinum og vinum hefur verið bætt. Þó getur maður verið heppinn að taka einhvern óvin niður beint fyrir framan nefið á öðrum og hann hættir að leita eftir smá.

    Uncharted4_02

    Hver og einn Uncharted leikur hefur haft allavega eitthvað sem stóð upp úr. Í Madagascar hlutanum þarf að klifra upp risastóran klukkuturn og í kjölfarið er svakalegur eltingarleikur þar sem öflugur trukkur með hríðskotabyssu eltir Nathan út um allt. Leikurinn stendur sig í hasarnum en þrautirnar eru frekar auðveldar og ekki eins minnisstæðar og fyrri þrautir úr hinum leikjunum. Leikurinn er langur og það tók undirritaðann 21 tíma að komast í gegnum hann en eflaust er hægt skafa nokkra tíma af þessu.

    Leikurinn er gullfallegur, það er lygilegt hversu raunverulegt allt lítur út. Hljóðin, tónlistin og talsetningin eru til fyrirmyndar enda kunna Naughty Dog sitt fag.

    Leikurinn er gullfallegur, það er lygilegt hversu raunverulegt allt lítur út. Hljóðin, tónlistin og talsetningin eru til fyrirmyndar enda kunna Naughty Dog sitt fag. Ótal sinnum var stoppað og teknar myndir af frábæru útsýni. Þrátt fyrir það þá er ferskleikinn farinn frá seríunni og lítið sem kom manni á óvart. Samt sem áður er þetta ævintýri þess virði að spila því litlar líkur eru á því að við fáum að spila sem Nathan Drake aftur.

    Uppfært 23.5.2016:

    Fjölspilun

    Naughty Dog hefur einfaldað hlutina til muna og ýtt undir samvinnu ef maður ber saman fjölspilunina frá fyrri leikjum seríunnar.

    Naughty Dog hefur einfaldað hlutina til muna og ýtt undir samvinnu ef maður ber saman fjölspilunina frá fyrri leikjum seríunnar. Það eru færri valmöguleikar sem hægt er að velja um í þetta skipti og mest geta 5 á móti 5 spilað lið á móti liði, sölsaðu undir þig svæði, fangað styttuna og lið á móti liði sem snýst um að hækka sig í tign. Hver veit nema Naughty Dog bæti við fleiri valmöguleikum í framtíðinni enda hafa þeir alltaf hlustað á spilara varðandi betrumbætur á fjölspiluninni.

    Eins og áður þá er hægt að velja fyrirfram ákveðinn vopna pakka eða búa hann til sjálfur. Og eftir því hversu oft maður notar vopnin þá getur maður uppfært þau til að gera þau betri. Spilarinn byrjar alltaf með skammbyssu og riffil en svo eru aðrir hlutir sem þarf að kaupa á meðan maður er í leik. Þegar hlutur er keyptur þá er næsta uppfærsla á hlutnum dýrari.

    Uncharted4_03

    Það eru kunnuglegir hlutir eins og handsprengjur og stærri byssur. Það sem er nýtt á nálinni eru hjálparhellur sem er stjórnað af tölvunni og hefur hver sína eiginleika…

    Það eru kunnuglegir hlutir eins og handsprengjur og stærri byssur. Það sem er nýtt á nálinni eru hjálparhellur sem er stjórnað af tölvunni og hefur hver sína eiginleika: leyniskytta, sjúkraliði, ruddi og veiðimaður. Þau elta þig, hjálpa þér ásamt liði þínu og ráðast á nálæga óvini. Leyniskyttan og ruddinn skjóta á óvini; skyttan með riffli með sjónauka og ruddinn er klæddur í brynju og er með svakalega hríðskotabyssu. Sjúkraliðinn hjúkrar þeim sem hafa verið skotnir niður og gefur þeim sem þurfa skotfæri. Veiðimaðurinn eltir næsta óvin uppi og tekur hann trausta taki.

    Það er hægt að nota dulræna gripi sem hjálpa þér og liði þínu. Indra’s Eternity hægir á óvininum á því svæði sem gripnum var kastað, Cintamani Stone læknar fallna liðsfélaga, Staff of Ayar Manco sýnir alla óvini á radarnum en óvinurinn getur séð hvar stafurinn er, Spirit of the Djinn gerir spilaranum kleift að ferðast stutta vegalengd á ógnarhraða og Wrath of El Dorado ráðast ill öfl á óvini, jafnvel í gegnum veggi.

    Líkt og í fyrri leikjum þá er hægt að styrkja sig á fjóra vegu og það er um nóg að velja. Til dæmis er hægt að láta heyrast minna í sér, vera fljótari að hjúkra föllnum liðsfélaga og gera meiri skaða í slagsmálum.

    Uncharted4_04

    Fjólubláum fornleifa stigum er hægt að safna og nota til þess að kaupa vopn og styrkingar sem maður er ekki búinn að aflæsa. Svo eru Uncharted stig sem er eingöngu notuð til þess að kaupa allar breytingar á persónum, búningum, móðgunum og vopnum. Þau stig þarf að kaupa með alvöru peningum en undirritaður náði þó að vinna sér inn 200 stig án þess að hafa tekið eftir því hvernig hann fór að því. Miklar líkur eru því á að það taki langan tíma að sanka að sér þessum Uncharted stigum.

    Þegar spilað er í fyrsta sinn fer maður í gegnum kynningu til þess að læra hvernig allt virkar og svo er hægt að klára ákveðin verkefni á þremur mismunandi erfiðleika stigum til þess að vinna sér inn fjólubláu stigin. Eftir það þarf maður að spila 3 leiki af lið á móti liði sem samanstendur einungis af nýliðum. Þá opnast fyrir hina valmöguleikana nema það þarf 10 leiki til þess að opna fyrir tignarleikinn.

    Nú eiga allir betri möguleika á því að geta gert góða hluti í fjölspiluninni því samvinna er lykilatriðið sem knýr fram sigur.

    Nú eiga allir betri möguleika á því að geta gert góða hluti í fjölspiluninni því samvinna er lykilatriðið sem knýr fram sigur. Nú þegar maður er skotinn niður þá getur maður skriðið og kallað á hjálp eða bundið enda á þjáningarnar og byrjað á nýjum stað. Þannig að það er ekki dauðadómur þó maður hafi verið skotinn niður því það telur ekki nema þeir klári verkið. Því fleiri sem taka þátt í að hjúkra manni því skemmri tíma tekur það að koma manni á fætur. Svo í hinum valmöguleikunum þá skiptir dauðatalan engu máli því það er verkefnið sem skiptir máli.

    Í sölsa sig undir svæði þá er einn liðsfélagi kafteinn og fær hann hlunnindi til dæmis í formi afsláttar á búnaði og er fljótari að hjúkra. Þegar kafteinninn fellur frá fær einhver annar í liðinu tignina. Einnig fær maður smá bónus fyrir að drepa kafteininn í óvina liðinu.

    Þetta virðist ekki vera mikið varðandi fjölbreyttni en spilunin er skemmtileg. Það var ótrúlegt að sjá leiki þar sem maður var undir en liðið náði að snúa við blaðinu. Stundum mætti maður ofurefli og ekkert við því að gera. Það er erfitt að gera uppi á milli en það er lúmskt gaman að kattar og músar leiknum sem fangaðu styttuna er.

    Nú er bara bíða og sjá hvort Naughty Dog geta betrumbætt þennan opna og skemmtilega fjölspilunarhluta Uncharted 4.

    Leikjarýni Uncharted Uncharted 4
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaNýjar myndir birtar úr Assassin’s Creed kvikmyndinni
    Næsta færsla Leikjarýni: Fallout 4 – „Frábær leikur, en skortir nýjungar“
    Jósef Karl Gunnarsson

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.