Fréttir

Birt þann 25. mars, 2016 | Höfundur: Nörd Norðursins

Ný útgáfa af PlayStation 4 væntanleg?

Daníel Páll Jóhannsson skrifar:

Netið logar núna af fréttum varðandi nýja útgáfu af PlayStation 4, sem er annaðhvort kölluð PlayStation 4k eða PlayStation 4.5. Samkvæmt Kotaku þá töluðu leikjaframleiðendur við þá á Game Developers Conference og margir sögðu að Sony hafi haft samband við sig og kynnt fyrir þeim nýja ítrun á PlayStation 4 vélinni, og þá hvaða eiginleika hún eigi eftir að bjóða upp á. Sony hefur ekki staðfest opinberlega að þessi úgáfa sé væntanleg.

Það sem mest er talað um er möguleikinn á 4k upplausn í tölvuleikjum úr þessari útgáfu af leikjatölvunni. Það myndi gjörbreyta framtíðinni varðandi hvað leikjaframleiðendur gætu gert með leiki á PS4k og aukinn stuðningur við þau sjónvörp sem styðja 4k upplausnir.

PlayStation 4 kom út í lok árs 2013, en það eru tæp 2 ½ ár síðan. Það að gefa út leikjatölvu innan sömu línu með nýrri vélbúnaði er alls ekki algengt og því er áhugavert að sjá hvert þetta muni leiða PlayStation tölvurnar. Munu þeir núna hafa styttri tíma á milli útgáfna ? Innan hversu margra ítrana eiga leikir eftir að styðja við vélbúnaðinn? Allt þetta er ennþá í loftinu og alla langar í svör við þessum spurningum.

Eitt ber þó að hafa í huga, til að keyra leiki í 4k upplausn þarf gífurlegan öflugan vélbúnað og það er með öllum ólíkindum að sá vélbúnaður sé að fara að vera í litlum formi eins og PlayStation 4. Að öllum líkindum er þetta uppfærsla á skjákortinu yfir þar sem er verið að færa sig úr 28nm gjörvum yfir í 14nm FinFET gjörva (Eurogamer). Með þessari minnkun þá minnkar orkuþörfin og því gæti verið að þessi ítrun gæti verið Slim útgáfa af PlayStation 4, en með smá viðbótarkrafti.

Ef svo ólíklega vill til að það verða til leikir sem styðja 4k upplausnina fyrir þessa útgáfu af PlayStation, þá er spurningin; mun leikurinn virka á báðar vélarnar? Hvenær hættir stuðningurinn á milli? Á þessi uppfærsla eftir að veita betri stuðning við PlayStation VR?

Okkur finnst þetta áhugavert og við munum fylgjast með þessum fréttum, hvað finnst þér?

Mynd: PlayStation 4

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑