Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»Ný útgáfa af PlayStation 4 væntanleg?
    Fréttir

    Ný útgáfa af PlayStation 4 væntanleg?

    Höf. Nörd Norðursins25. mars 2016Uppfært:11. apríl 2016Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Daníel Páll Jóhannsson skrifar:

    Netið logar núna af fréttum varðandi nýja útgáfu af PlayStation 4, sem er annaðhvort kölluð PlayStation 4k eða PlayStation 4.5. Samkvæmt Kotaku þá töluðu leikjaframleiðendur við þá á Game Developers Conference og margir sögðu að Sony hafi haft samband við sig og kynnt fyrir þeim nýja ítrun á PlayStation 4 vélinni, og þá hvaða eiginleika hún eigi eftir að bjóða upp á. Sony hefur ekki staðfest opinberlega að þessi úgáfa sé væntanleg.

    Það sem mest er talað um er möguleikinn á 4k upplausn í tölvuleikjum úr þessari útgáfu af leikjatölvunni. Það myndi gjörbreyta framtíðinni varðandi hvað leikjaframleiðendur gætu gert með leiki á PS4k og aukinn stuðningur við þau sjónvörp sem styðja 4k upplausnir.

    PlayStation 4 kom út í lok árs 2013, en það eru tæp 2 ½ ár síðan. Það að gefa út leikjatölvu innan sömu línu með nýrri vélbúnaði er alls ekki algengt og því er áhugavert að sjá hvert þetta muni leiða PlayStation tölvurnar. Munu þeir núna hafa styttri tíma á milli útgáfna ? Innan hversu margra ítrana eiga leikir eftir að styðja við vélbúnaðinn? Allt þetta er ennþá í loftinu og alla langar í svör við þessum spurningum.

    Eitt ber þó að hafa í huga, til að keyra leiki í 4k upplausn þarf gífurlegan öflugan vélbúnað og það er með öllum ólíkindum að sá vélbúnaður sé að fara að vera í litlum formi eins og PlayStation 4. Að öllum líkindum er þetta uppfærsla á skjákortinu yfir þar sem er verið að færa sig úr 28nm gjörvum yfir í 14nm FinFET gjörva (Eurogamer). Með þessari minnkun þá minnkar orkuþörfin og því gæti verið að þessi ítrun gæti verið Slim útgáfa af PlayStation 4, en með smá viðbótarkrafti.

    Ef svo ólíklega vill til að það verða til leikir sem styðja 4k upplausnina fyrir þessa útgáfu af PlayStation, þá er spurningin; mun leikurinn virka á báðar vélarnar? Hvenær hættir stuðningurinn á milli? Á þessi uppfærsla eftir að veita betri stuðning við PlayStation VR?

    Okkur finnst þetta áhugavert og við munum fylgjast með þessum fréttum, hvað finnst þér?

    Mynd: PlayStation 4

    playstation PlayStation 4 ps4 sony
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaLeikjarýni: Tiny Knight – „Í besta falli sæmilegur platformer“
    Næsta færsla Bókarýni: Stúlkan með náðargjafirnar
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.