Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Leikjarýni: Kung Fury: Street Rage – „ávanabindandi tímaeyðsla“
    Leikjarýni

    Leikjarýni: Kung Fury: Street Rage – „ávanabindandi tímaeyðsla“

    Höf. Nörd Norðursins30. mars 2016Uppfært:12. apríl 2016Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Kung Fury: Street Rage er stuttur og skemmtilegur slagsmálaleikur sem stefnir á að líkja eftir spilakössum á níunda og tíunda áratugnum. Ef menn hafa lifað undir steini síðustu árin (sjálfur missti ég af heiðrinum að styðja við gerð myndarinnar, sem ég hefði gert á augnabliki) þá var gefin út stikla fyrir stuttmynd sem yrði gerð fyrir tilstuðlan Kickstarter. Þrátt fyrir að mér fannst stiklan miklu fyndnari en stuttmyndin sjálf þá er ég samt sem áður mikill aðdáandi myndarinnar. Ekki bara vegna stíls myndarinnar sem ég dýrka í tætlur heldur líka vegna þess að mér finnst tæknibrellurnar geðveikar miðað við að þetta var bara gert út frá Kickstarter.

    Þetta er einhver einfaldasti slagsmálaleikur sem sögur fara af en það eru bara tveir takkar sem ráða ferðinni. Vinstri og hægri, kassi og hringur eða í besta lagi L1 og R1. Þrátt fyrir að það séu bara tveir takkar sem maður þarf að ýta á þá er þetta alls ekki eins auðvelt og maður heldur. Þetta snýst allt um tímasetningu.

    Þetta er alveg eins og í stuttmyndinni sjálfri og hasarmynd níunda áratugarins, maður bíður eftir að aðstæðingur sinn komi upp að sér og þá framkvæmir maður höggið sem eyðir. Það er galdurinn, að halda takti, að halda sönsum þegar ótal óvinir skjóta uppi kollinum.

    Undirritaður hefur ekki einu sinni náð að sigra sögukaflann, en hefur séð að framleiðendur leiksins eru alltaf að betrumbæta leikinn eftir ummæli spilara. Maður byrjar sem Kung Fury, óvinir drepast eftir ákveðinn fjölda af höggum og ákveðnar týpur birtast bakvið hann eftir högg. Þessi leikur reynir á þolrifin hjá spilaranum þar sem eftir hvert borð fær nýr áskorandi að kynnast nýjum óvinum (ásamt því að spilarinn kynnist nýjum útfærslum á spilun leiksins). Kung Fury er einfeldingurinn; Barbarianna safnar uppí kröftuga hríðskotabyssu sem drepur allt á einum endanum á skjánum; Hackerman þarf að hlaða sín vopn og ýtir óvinum sínum tímabundið burt með því að hakka þá í burtu (og náttúrulega skýtur þá í spað eftir að hann hefur hlaðið byssuna sína) og uppáhaldið mitt er Triceracop þar sem hann skýtur alltaf í klofið á andstæðingum sínum. Þetta er alveg eins og í stuttmyndinni sjálfri og hasarmynd níunda áratugarins, maður bíður eftir að aðstæðingur sinn komi upp að sér og þá framkvæmir maður höggið sem eyðir. Það er galdurinn, að halda takti, að halda sönsum þegar ótal óvinir skjóta uppi kollinum. Hvert borð endar á endakalli sem er frekar auðveldur, en ég get alls ekki sagt það sama um fimmta og síðasta borðið með Kung Fury þar sem þetta er svakalegt maraþon að komast að endakallinum sem maður þarf að endurtaka tvisvar sinnum. Því ef maður gerir einhver mistök þá er manni refsað fyrir það, maður hefur nefnilega ákveðinn radíus sem maður getur hæft óvini sína og ef maður gleymir sér í gleðinni þá er voðinn vís. Undirritaður hefur enn ekki náð að klára síðasta borðið, en séð breytingu á því, og samt ekki náð að sjá hvort breyting hefur orðið á lokaendakallinum sem var frekar erfitt að klára (en samt fannst frekar auðvelt að fara í gegnum hin fjögur borðin). Maður sá að það var auðvelt að svindla á PC (á YouTube) að ýta á pásu og þannig vinna endakallinn en það er ekki svo auðvelt á PS4.

    Kung_Fury_01

    Þetta er mjög ódýr leikur, ef menn klikka ekki þá er spilun á söguhluta leiksins milli 30-60 mínútur en svo er hægt að spila uppá stig (og velja alla áskorendurna) á móti endalausum bylgjum af óvinum. Útgefandinn, Hello There AB, hefur uppfært leikinn óspart vegna fjölda áskorenda og sýnist mér til hins betra.

    Ef einhver er að leita af stuttri, ódýrri og ávanabindandi tímaeyðslu (sem er með geðveika tónlist í anda níunda áratugarins) þá er Kung Fury: Street Rage málið.

    Jósef Karl Gunnarsson

    Josef Karl Gunnarsson Kung Fury Street Rage Leikjarýni
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaMyndasögusýning í myndasögudeild: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir
    Næsta færsla Final Fantasy XV anime sería – 1. þáttur kominn á netið
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025

    16. desember 2025

    Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025

    13. desember 2025
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025

    16. desember 2025

    Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember

    14. desember 2025

    Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025

    13. desember 2025
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    Leikjarýni
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð
    • Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025
    • Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember
    • Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025
    • Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.