Birt þann 13. mars, 2016 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Gunjack mest seldi Samsung VR leikurinn
VR leikurinn Gunjack frá íslenska leikjafyrirtækinu CCP kom út í nóvember síðastliðnum fyrir Samsung Gear VR sýndarveruleikagleraugun. Gunjack er aðgengilegur geimskotleikur þar sem spilarinn þarf að verjast óvinageimskipum og lifa af. Hægt var að prófa leikinn í Tæknistiganum á UTmessunni síðastliðinn febrúar. Leikurinn hefur náð miklum vinsældum frá því í nóvember og er mest seldi leikurinn sem komið hefur út fyrir Samsung Gear VR.
Samsung Gear VR er með betri VR sýndarveruleikagleraugum í dag og eru sérhönnuð fyrir nýjustu Samsung símana. Undanfarnar vikur hafa íslensk fyrirtæki verið að bjóða upp á tilboð þar sem græjan fylgir frítt með nýjum Samsung síma. Fyrir skemmstu tilkynnti Samsung svo að leikurinn myndi fylgja frítt með nýjum Galaxy S7 símum fyrirtækisins.
SÝNISHORN ÚR GUNJACK
Heimild: Fréttatilkynning frá CCP
Höfundur er Bjarki Þór Jónsson