Íslenskt

Birt þann 30. ágúst, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Þetta er allt Viggó að kenna! – Myndasögusmiðja í Grófarhúsi: Ingi Jensson

Vegna mikillar eftirspurnar hefur Ingi boðað til annarrar myndasögusmiðju í tengslum við myndasögusýningu sína, í myndasögudeild Borgarbókasafns, Grófarhúsi. Smiðjan er einnig staðsett í Grófarhúsi. Þann 30. ágúst milli kl. 14:00 og 16:00 verður smiðja ætluð yngstu kynslóðinni, börnum á aldrinum 5-10. Laugardaginn 5. september milli kl. 14:00 og 16:00 verður svo smiðja ætluð ungu fólki á aldrinum 13-18. Þátttaka er ókeypis og skráning er hjá Úlfhildi Dagsdóttur, ulfhildur.dagsdottir@reykjavik.is, s. 4116109.

Ingi Jensson (1970) hefur starfað sem myndasöguhöfundur og myndskreytir frá 1999.

Hinn klassíski evrópski/belgíski myndasögustíll á hug Inga og hjarta, með áherslu á húmor, enda er André Franquin (höfundur Viggó viðutans) helsti áhrifavaldur hans. Einkenni myndasagna Franquin eru fyndni og persónusköpun, beiting hinnar frjálsu línu og hæfileikinn til að fanga hreyfingu í statískri teikningu.

Samhliða teikningunni hefur Ingi kennt myndasögugerð. Fyrst um sinn á vegum Mímis 2002-2003 en svo á eigin vegum undir nafninu Myndasöguskúrinn frá 2003-2004 eða þar til hann flutti ‘aftur’ út til Hollands. Árið 2008 flutti Ingi til Englands frá Hollandi og hóf skömmu eftir komuna að bjóða upp á námskeið í teikningu og myndasögugerð í skólum og bókasöfnum í sínu nánasta nágrenni undir nafninu Teestoons og má segja að nú hafi kennslan og teikningin jafnt vægi.

 

Smidja_5-10ara_plakat

 

Smidja_plakat_02

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑