Birt þann 16. júní, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins
0E3 2015: The Last Guardian rís upp frá dauðum
Sony byrjaði kynninguna sína fyrir E3 tölvuleikjasýninguna á því að kynna tölvuleik sem hefur lengi legið í dvala; The Last Guardian. Upphaflega var byrjað að vinna að gerð leiksins árið 2007 og leikurinn formlega kynntur á E3 árið 2009 og var stefnan sett á að gefa leikinn út árið 2011 á PlayStation 3 leikjatölvuna. Ýmsar ástæður hafa tafið þetta ferli og margir töldu að leikurinn yrði að engu – en þessar fréttir sýna annað. Það er snillingurinn Fumito Ueda sem hefur umsjón yfir leiknum en hann er hvað þekktastur fyrir Ico og Shadow of the Colossus.
The Last Guardian er væntanlegur árið 2016 á PlayStation 4.
BÞJ / Heimildir: Sony á E3 2015 og Wikipedia