Birt þann 11. febrúar, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Kveikjarinn – Nýtt íslenskt smáforrit
Kveikjarinn er forrit til að þjálfa sköpun í formi skapandi skrifa og ritlistar. Kveikjarinn hentar fólki á öllum aldri sem langar að æfa sig í ritlist og virkja sköpunarhæfileika sína. Kveikjarinn er einnig gagnlegt forrit í hefðbundnu skólastarfi en sköpun hefur verið skilgreind sem einn af sex grunnþáttum menntunar.
Æfingarnar í Kveikjaranum er fjölbreytilegar og oft mog frumlegar. T.d. gætirðu átt að skrifa lýsingu á íþróttaleik í augum geimveru eða skrifa ástarsögu þar sem aðalsögupersónan er trúður sem drekkur mjög mikið kaffi.
Markmið Kveikjarans er að hjálpa notanda að þroska sköpunargáfu, tjáningarmáta og sjálfsvitund sína og þjálfast í: skapandi skrifum, að byggja upp texta, að nota fjölbreyttar aðferðir til að lýsa aðstæðum, stöðum og persónum, að nota jafnt ímyndunarafl og rökhyggju, að þora að láta vaða og að hugsa út fyrir boxið.
Kveikjarinn er gefinn út af Gebo Kano ehf. fáanlegur í App Store og virkar á iPad og iPhone.
Höfundur Kveikjarans er Guðný Þorsteinsdóttir, námsefnishöfundur og B.Ed. í grunnskólakennarafræðum.