Fréttir

Birt þann 11. febrúar, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Aaru’s Awakening lendir á Steam 24. febrúar 2015

Tölvuleikurinn Aaru’s Awakening frá íslenska leikjafyrirtækinu Lumenox Games er væntanlegur á Steam leikjaverslunina 24. febrúar næstkomandi. Leikurinn mun virka á Windows, Mac og Linux. Leikurinn verður á 15% afslætti fyrstu vikuna á Steam. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Aaru’s Awakening er hraðskreiður 2D hasar- og þrautaleikur í handgerðum liststíl sem hefur verið í þróun síðan 2012. Upphaflega stóð til að leikurinn kæmi út árið 2013 en útgáfudegi hefur verið frestað nokkrum sinnum síðan þá. Líkt og við greindum frá í fyrra þá er leikurinn væntanlegur á PlayStation 3 og PlayStation 4 leikjatölvurnar – enginn útgáfudagur er þó kominn fyrir PS útgáfuna.

Ný stikla var birt samhliða fréttatilkynningu sem má sjá hér fyrir neðan.

 

Ný stikla úr Aaru’s Awakening

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri

 

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑