Birt þann 18. febrúar, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Aaru’s Awakening er EKKI kominn á PlayStation
Aaru’s Awakening frá íslenska leikjafyrirtækinu Lumenox birtist skyndilega á bresku PSN versluninni í dag. Þar kemur fram að leikurinn kosti 9,99 pund, eða um 2.000 íslenskar krónur. Leikurinn er aftur á móti EKKI kominn á PSN að sögn Jóhanns Inga hjá Lumenox.
Í seinustu viku sendi Lumenox frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kom að leikurinn þeirra væri væntanlegur á Steam þann 24. febrúar næstkomandi, en útgáfudagur fyrir PlayStation yrði tilkynntur síðar. Það má því segja að PlayStation útgáfan hafi birst eins og elding úr heiðskíru lofti þegar leikurinn fannst skyndilega á PSN versluninni í dag. Fyrirtækið auglýsti ekki PlayStation útgáfuna á heimasíðu sinni eða Facebook en það var Hlynur Indriðason, glöggur PlayStation notandi, sem fann leikinn á PSN versluninni og lét meðlimi PS4 á Íslandi á Facebook vita af leiknum.
Þegar undirritaður ætlaði að kaupa eintak af leiknum gekk það ekki upp, heldur kom upp villukóðinn E-8200011A – og það er góð ástæða fyrir því. Leikurinn átti ekki að koma út í dag! Jóhann Ingi Guðjónsson hjá Lumenox segir á PS4 á Íslandi að „Villukóðinn kemur upp útaf leikurinn átti ekki að koma út í dag. Fór óvart inná í dag og hugsa að það taki einhvern tíma að taka hann út, þannig villukóðinn mun koma upp á meðan.“
Leiknum er lýst á eftirfarandi hátt í bresku PSN versluninni:
Aaru’s Awakening is a hand-drawn, fast-paced 2D action platformer. The game puts players in charge of Aaru, a mythical creature with two unique abilities; teleportation and charging. He uses these abilities as he travels through the dangerous world of Lumenox to defeat an evil entity. These two abilities are at the heart of every level design throughout the game, to make for a challenging and fluid experience. The levels require players to make split second decisions whilst completing fast-paced puzzles.
Stikla úr Aaru’s Awakening
Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri