Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Spil»Fréttir»EVE: Valkyrie, spil og leikir á Norræna leikjadeginum!
    Fréttir

    EVE: Valkyrie, spil og leikir á Norræna leikjadeginum!

    Höf. Nörd Norðursins13. nóvember 2014Uppfært:27. apríl 2016Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    NordicGameDay14

    Uppfært 14.11.2014 kl. 13:58

    Norræni leikjadagurinn (Nordic Game Day) verður haldinn hátíðlegur á bókasöfnum á Norðurlöndum laugardaginn 15. nóvember. Borgarbókasafnið tekur í fyrsta sinn þátt og verður hægt að spila alls konar spil á aðalsafni, Kringlusafni, Gerðubergssafni og Sólheimasafni. Einnig geta gestir tekið þátt í ratleik og spilað á móti öðrum norrænum keppendum í tölvuleiknum Icycle.

    Í fréttatilkynningu kemur fram að yfir 140 bókasöfn á Norðurlöndum taka þátt í Norræna leikjadeginum. „Með leikjadegi ársins í ár verður Norræni leikjadagurinn að hefð, og það gleður mig mjög. Þetta er norræn hefð sem Norræna leikjastofnunin styður með ánægju. Leikjadagurinn staðfestir að tölvuleikir eru menningarbær miðill“, segir Klaus Hansen, stjórnarformaður Norrænu leikjastofnunarinnar (The Nordic Game Institute).

    Bókasöfnin halda úti dagskrá þar sem allir geta komið og tekið þátt í leikjum. Hvert safn smíðar sína eigin dagskrá en öll söfnin stefna að sama marki: vekja áhuga á leikjum sem menningarbærum miðlum á borð við bækur, tónlist og kvikmyndir. „Í leikjum má finna góðar sögur, stórbrotin ævintýri og fullt af fjöri og spennu. Þar verða til samfélög og vettvangur mannlegra samskipta“ segir Lone Munkeberg, verkefnisstjóri Norræna leikjadagsins árið 2014.

    En það er ekki bara hægt að spila spil og leiki á bókasöfnunum. Sama dag verður hægt að prófa nýjustu útgáfuna af tölvuleiknum EVE: Valkyrie í Tölvulistanum milli kl. 11:00 og 16:00. Leikurinn hefur verið í þróun hjá íslenska leikjafyrirtækinu CCP frá árinu 2013 og er sérstakur fyrir þær sakir að hann notast við sýndargleraugu. Leikurinn er væntanlegur á Oculus Rift og Sony Morpheus.

    Starfsmenn CCP verða á svæðinu og eiga allir sem mæta möguleika á vinningum frá Razer og Steelseries. Allir þeir sem prófa EVE: Valkyrie fá 60 daga kóða sem gildir fyrir EVE Online. Nánari upplýsingar fást hér á Facebook-síðu viðburðarins.

    Við hvetjum lesendur að sjálfsögðu til að taka þátt og fagna þessum degi! Við minnum á listann okkar yfir 11 nýlega norræna leiki sem getur verið gaman að renna yfir í tengslum við Norræna leikjadaginn. Góða skemmtun og njótið dagsins!

     

    Höfundur er Bjarki Þór Jónsson

     

    Nordic Game Day Norræni leikjadagurinn
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaFrí uppfærsla fyrir námið
    Næsta færsla Kvikmyndarýni: Interstellar
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.