Birt þann 2. júlí, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Nörda gúrmei
Hvernig ætli sætrúllurnar úr Skyrim smakkist? Ætli sítrónukökurnar séu eins góðar í raun og veru og Sansa heldur fram? Eða er áhugi fyrir því að smakka Elixir súpuna úr The Legend of Zelda? Ef svarið er já þá ætti www.geekychef.com að vera eitthvað fyrir þig!
Cassandra Reeder er með frekar áhugaverða og öðruvísi heimasíðu fyrir okkur sem hafa áhuga á nördamenningu. Hún er mikill bloggari, finnst gaman að elda og hefur veri nörd alla sína ævi. Hugmyndin á bakvið Geeky Chef er að gera tölvuleikja fæði að veruleika. Allir réttir á heimasíðunni eru rækilega rannsakaðir til þess að ná hinu fullkomna bragði eða útliti.
Síðan hefur að geyma helling af áhugaverðum uppskriftum sem er alveg þess virði að prufa. Einnig er hægt að koma með hugmynd um einhvern rétt sem Cassandra mun reyna að búa til. Spurning hvort hún geti búið til Nuka-Cola, það er örugglega kraftur í þeim drykk.
Myndir: The Geeky Chef
Höfundur er Helgi Freyr Hafþórsson,
fastur penni á Nörd Norðursins og nemi í fjölmiðlafræði.