Birt þann 9. maí, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins
Spilamarkaður hjá Spilavinum
Laugardaginn 10. maí verða Spilavinir með opinn spilamarkað í verslun sinni, Suðurlandsbraut 48, milli klukkan 11:00 og 16:00. Á markaðnum geta spilavinir, spilasafnarar og spilaáhugafólk bíttað, selt og keypt borðspil. Á Facebook síðu viðburðarins kemur fram að betra sé að taka pening með sér þar sem fáir posar verða á staðnum:
Þeir sem koma og versla: Semja við hvern seljanda fyrir sig. Við mælum með að taka pening með sér þar sem ekki er líklegt á að margir verði með posa.
.
Þeir sem ætla koma og selja: Til að auka líkurnar á að fá borð, þá er best að láta okkur vita fyrirfram að þið ætlið að selja. Þá getum við tekið borð frá. Annars teljum við að allir komast að sem vilja. Það kostar ekkert að koma og selja, en hver og einn spilasali heldur utan um sína sölu.
.
Fyrir þá sem ætla selja verður opnað kl. 10 til að stilla upp og koma sér fyrir. Verslunin opnar svo kl. 11 og er opin kl. 16.
.
Við hellum upp á kaffi og stefnum í skemmtilegan dag með spilaáhugamönnum að spila, tala um, selja og kaupa spil. Svo er auðvitað um að gera að grípa í spil inn á milli.