Fréttir

Birt þann 13. maí, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Nýtt kynningarmyndband fyrir Watch Dogs

Tæp tvö ár eru líðin frá því að leikjafyrirækið Ubisoft kynnti leikinn Watch Dogs til sögunnar. Leikurinn gerist í heimi þar sem öllu er stjórnað i gegnum tölvur og tæknibúnað og hefur spilarinn hæfileika til að hakka sig inn í ýmis tæki á borð við farsíma og umferðarljós og þannig haft áhrif á atburðarás leiksins. Leikurinn á sér stað í opinni borg og má líka við einskonar blöndu af Grand Theft Auto og Deus Ex.

Í þessu nýja 10 mínútna langa kynningarmyndbandi er farið yfir það helsta sem leikurinn hefur upp á að bjóða. Leikurinn er væntanlegur í verslanir 27. maí 2014.

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
leikjanörd og ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑