Fréttir

Birt þann 1. maí, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

League of Legends All Star mótið í Háskólabíó 8.-11. maí

Helgina 8.-11. maí mun Sena sýna frá League of Legends All Star mótinu í Háskólabíói. Þetta er í fyrsta skipti á Íslandi sem er sýnt frá tölvuleikjamóti á þennan máta, en aðdáendur leiksins jafnt sem keppnisliðanna munu vafalaust flykkjast í Háskólabíó til að upplifa mótsstemmninguna ásamt öðrum áhugamönnum um League of Legends.

Fyrir utan sýninguna á mótinu sjálfu verður margt fleira um að vera í Háskólabíói. Á sunnudeginum verður keppt í League of Legends einstaklingskeppni, þar sem sigurvegarinn verður útnefndur besti League of Legends spilari Íslands af engum öðrum en Óla og Sverri frá GameTíví. Einnig verður atvinnuspilarinn Stephen „Snoopeh“ Ellis frá Evil Geniuses í Háskólabíói um helgina, þar sem hann mun halda fyrirlestur og kenna viðstöddum nokkur vel valin leikbrögð sem hann hefur lært á ferli sínum. Hægt er að nálgast miða á viðburðinn á Miði.is og verslunum Brims í Kringlunni og á Laugavegi.

All Star mótið er ný mótaröð sem verður haldin í París Frakklandi, en allir þátttakenndur mótsins eru vanir og vinsælir atvinnuspilarar í League of Legends sem voru kosnir áfram af milljónum spilara um allan heim. Á mótinu keppa spilararnir ekki aðeins fyrir hönd síns hefðbundna keppnisliðs heldur einnig fyrir sína heimsálfu. Liðin sem keppa til sigurs á mótinu eru: Evrópa, Kína, Kórea, Suð-Austur Asía og Norður Ameríka. Nánari upplýsingar um mótið er hægt að nálgast á heimasíðu League of Legends Championship Series.

 

Höfundur er Kristinn Ólafur Smárason,
fastur penni á Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑