Fréttir

Birt þann 11. maí, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

SK Telecom sigrar ALL-STAR mótið

Kóreska liðið SK Telecom bar sigur úr býtum í úrslitaviðureigninni á League of Legends ALL STARS mótinu í dag. Í úrslitunum mætti SKT kínverska liðinu OMG, í fimm leikja seríu sem fór 3-0 SKT í vil. Þrátt fyrir að gefa OMG ekki einn leik eftir, voru allir þrír leikirnir hörkuspennandi og leit ansi oft út fyrir að OMG myndu snúa seríunni sér í hag. Þannig fór þó ekki, og hampa því SKT ALL STAR Invitational titlinum og ganga frá mótinu með 50.000$ verðlaunafé.

Einnig var keppt í ALL STAR Duel Challenge, en í úrslitunum þar megin vann Team ICE (Archie, Doublelift, Cool, MadLife og Froggen) 8-5 sigur á Team FIRE (Shy, QTV, Diamond, Bjergsen og WeiXiao). Eins og gefur að kynna í Duel leikjum, voru leikirnir allir fremur stuttir en spennandi engu að síður, þar sem leikkunnátta og hæfileikar hvers spilara sáust mjög vel.

Sena sýndi beint frá mótunum í Háskólabíó um helgina. Í dag, á úrslitadeginum, voru um 200 manns í Háskólabíó að fylgjast með viðureign SKT og OMG. Stemmningin í salnum var mjög góð og var augljóst að þarna voru gallharðir League of Legends aðdáendur samankomnir til að hvetja sitt lið áfram. Áhorfendur klöppuðu, hrópuðu og fögnuðu í hvert skipti sem liðunum laust saman, og þótti nokkuð ljóst að stuðningsmenn SKT voru þarna í nokkrum meirihluta. Sena á hrós skilið fyrir að standa að viðburði sem þessum, og vonandi munu fleiri slíkir viðburðir verða haldnir á næstunni.

 

allstars-0

Þessi glæsilegu auglýsingaplaköt fyrir viðburðinn prýddu alla veggi Háskólabíós.

 

allstars-1

Fyrsti leikur SKT og OMG að hefjast.

 

allstars-2

Salurinn var þéttsetinn. 
Blaðamaður áætlar að um 200 manns hafi mætt til að fylgjast með á úrslitadeginum.

 

allstar-3

Áhorfendurnir fögnuðu ákaft í hvert skipti sem liðin tókust á.

 

allstars-4

Sena stóð fyrir sínu eigin 1v1 móti um helgina.
Áhorfendur flykktust á bak við hvern spilara til að fylgjast með.

 

allstars-5

Komið var fyrir Playstation 4 tölvum og fúsballborði fyrir áhorfendur að dunda sér við á milli leikja.

 

 

Höfundur er Kristinn Ólafur Smárason,
fastur penni á Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑