Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»SK Telecom sigrar ALL-STAR mótið
    Fréttir

    SK Telecom sigrar ALL-STAR mótið

    Höf. Nörd Norðursins11. maí 2014Uppfært:11. maí 2014Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Kóreska liðið SK Telecom bar sigur úr býtum í úrslitaviðureigninni á League of Legends ALL STARS mótinu í dag. Í úrslitunum mætti SKT kínverska liðinu OMG, í fimm leikja seríu sem fór 3-0 SKT í vil. Þrátt fyrir að gefa OMG ekki einn leik eftir, voru allir þrír leikirnir hörkuspennandi og leit ansi oft út fyrir að OMG myndu snúa seríunni sér í hag. Þannig fór þó ekki, og hampa því SKT ALL STAR Invitational titlinum og ganga frá mótinu með 50.000$ verðlaunafé.

    Einnig var keppt í ALL STAR Duel Challenge, en í úrslitunum þar megin vann Team ICE (Archie, Doublelift, Cool, MadLife og Froggen) 8-5 sigur á Team FIRE (Shy, QTV, Diamond, Bjergsen og WeiXiao). Eins og gefur að kynna í Duel leikjum, voru leikirnir allir fremur stuttir en spennandi engu að síður, þar sem leikkunnátta og hæfileikar hvers spilara sáust mjög vel.

    Sena sýndi beint frá mótunum í Háskólabíó um helgina. Í dag, á úrslitadeginum, voru um 200 manns í Háskólabíó að fylgjast með viðureign SKT og OMG. Stemmningin í salnum var mjög góð og var augljóst að þarna voru gallharðir League of Legends aðdáendur samankomnir til að hvetja sitt lið áfram. Áhorfendur klöppuðu, hrópuðu og fögnuðu í hvert skipti sem liðunum laust saman, og þótti nokkuð ljóst að stuðningsmenn SKT voru þarna í nokkrum meirihluta. Sena á hrós skilið fyrir að standa að viðburði sem þessum, og vonandi munu fleiri slíkir viðburðir verða haldnir á næstunni.

     

    allstars-0

    Þessi glæsilegu auglýsingaplaköt fyrir viðburðinn prýddu alla veggi Háskólabíós.

     

    allstars-1

    Fyrsti leikur SKT og OMG að hefjast.

     

    allstars-2

    Salurinn var þéttsetinn. 
    Blaðamaður áætlar að um 200 manns hafi mætt til að fylgjast með á úrslitadeginum.

     

    allstar-3

    Áhorfendurnir fögnuðu ákaft í hvert skipti sem liðin tókust á.

     

    allstars-4

    Sena stóð fyrir sínu eigin 1v1 móti um helgina.
    Áhorfendur flykktust á bak við hvern spilara til að fylgjast með.

     

    allstars-5

    Komið var fyrir Playstation 4 tölvum og fúsballborði fyrir áhorfendur að dunda sér við á milli leikja.

     

     

    Höfundur er Kristinn Ólafur Smárason,
    fastur penni á Nörd Norðursins.

     

    háskólabíó Kristinn Ólafur Smárason League of Legends Sena
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaSkoðanakönnun: Hvaða leikir vinna Nordic Game verðlaunin 2014?
    Næsta færsla Ofvitar #4 – Franska
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.