Fréttir

Birt þann 1. nóvember, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Lúðrasveitin Svanur spilar tölvuleikjatónlist í Hörpu

Lúðrasveitin Svanur heldur tónleika sem eru tileinkaðir tölvuleikjatónlist þriðjudaginn 19. nóvember næstkomandi í Norðurljósasal Hörpu. Tónleikarnir bera yfirskriftina Tónlist tölvuleikja og er liður í tónleikaröðinni Lúðraþyt í Hörpu. Lúðrasveitin mun meðal annars spila lög úr Zelda leikjunum, Halo, Civilization, WoW, EVE, Elder Scrolls, Pokémon, Castlevania og Battlefield. Miðaverð er 2.000 kr.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tölvuleikjatónlist er spiluð í Hörpu. Apríl síðastliðinn spilaði Sinfóníuhljómsveit Íslands valin lög úr EVE Online á EVE Fanfast 2013 í tilefni 10 ára afmæli leiksins.

Við hvetjum alla tónlistar- og tölvuleikjaunnendur til að mæta!

Smelltu hér til að kaupa miða á Harpa.is.

Smelltu hér til að skoða viðburðinn á Facebook.

Lúðrasveitin Svanur - tölvuleikir

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑