Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Leikjarýni: Pokémon X & Y
    Leikjarýni

    Leikjarýni: Pokémon X & Y

    Höf. Nörd Norðursins8. nóvember 2013Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Enn einn Pokémon leikur og enn ein ferð sem spilarar þurfa að leggja í til að verða þeir bestu og ná að fanga öll vasaskrímslin. Núna fær leikjaserían að njóta sín í Nintendo 3DS vélinni og lítur leikurinn alveg ótrúlega vel út. Stóra spurningin er samt hvort þetta sé nóg fyrir seríu sem er búin að vera í gangi í 15 ár. Er leikurinn nógu góður fyrir einstaklinga sem eru að byrja að spila Pokémon í fyrsta sinn og fyrir þá sem hafa spilað frá upphafi?

    Vissar tegundir leikja geta ekki gert miklar breytingar á þeirri formúlu sem fær leikinn til að virka. Þú skiptir ekki út fótboltanum í FIFA fyrir byssur af því að fyrstu persónu skotleikir eru svo rosalega vinsælir í dag. Ekki er hægt að stokka mikið upp í Pokémon nema koma með algjörlega nýjan leik, sem hefur reyndar oft verið gert og er þá hægt að nefna gimsteininn Pokémon Snap sem allir kannast við.

    Byltingakenndur! Eina orðið sem kemur í kollinn eftir að hafa spilað leikinn. Ný vél sem þýðir flottari grafískur stíll, ferskleiki í stýringum og hellingur af nýjum vasaskrímslum til að berjast við og fanga. Þrátt fyrir allar nýjungar í útliti þá er þetta samt enn gamli góði Pokémon sem allir muna eftir. Ótrúlega gaman að sjá hvernig leikurinn nýtir þrívíddar tækni 3DS vélarinnar í bardögum, en aðeins í þeim sem leikurinn nýtir sér þennan eiginleikaa. Hugmyndaflugið sem fer í árásir vasaskrímslanna er skemmtilega útfært og vel hugsað. Engin breyting er á spilun leiksins frá fyrri leikjum, enda engin þörf á því. Helsta breytingin er þó að núna fær spilarinn tvisvar sinnum að velja sér vasaskrímsli. Í byrjun leiks stendur valið á milli Chespin, Fennekin og Froakie og seinna býðst spilaranum að velja á milli Bulbasaur, Charmander og Squirtle en eins og margir vita þá eru þetta upphafs vasaskrímslin í fyrstu leikjunum.

    PokemonXY

    PokemonXY - Team FlareÍ leiknum er ein nýjung sem aldrei hefur verið notuð áður, en það er ofur þróun (e. Mega Evolution). Þegar vasaskrímsli hefur náð fullum þroska og heldur á sérstökum hlut þá getur spilarinn ofur þróað skrímslið á meðan bardaga stendur. Þetta er skemmtileg viðbót en minnir alveg ótrúlega mikið á Digimon.

    Ein af viðbótum leiksins eru litlir aukaleikir, í þeim er hægt að klappa vasaskrímslunum og þjálfa þau aukalega.  Þetta er engin rosaleg viðbót en passar samt vel í ramma leiksins. Þessir leikir eru hrikilega einfaldir í uppsetningu og lítið sem ekkert heillandi. Þetta er langt frá því að vera galli í leiknum en gerir ekki mikið fyrir hann.

    Núna er hægt að berjast við aðra á netinu á mjög auðveldan hátt. Undra skipti er virkilega áhugaverð viðbót í leiknum. Það byggir á því að spilarinn velur vasaskrímsli sem hann vill láta frá sér í skiptum, en veit hins vegar aldrei hvernig skrímsli hann fær í staðinn.

    Pokémon X og Y stendur svo sannarlega fyrir sínu og tekst virkilega vel að fanga upplifun fyrstu leikjanna í seríunni. Leikurinn lítur vel út, spilast ótrúlega vel og tekst að gera allt rétt fyrir gamlan aðdáenda Pokémon. Nokkuð öruggt að þessi penni muni spila þennan leik í langan tíma. Í raun má segja að Pokémon hafi loksins tekist að þróast yfir í eitthvað meira, líkt og vasaskrímsli gera í leiknum.

     

    Höfundur er Helgi Freyr Hafþórsson,
    fastur penni á Nörd Norðursins og nemi í fjölmiðlafræði.

     

    2010s Helgi Freyr Hafthorsson Leikjarýni nintendo 3ds Pokémon Pokémon XY
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaPlain Vanilla gefur út risavaxinn spurningaleik
    Næsta færsla Ítarleg kynning á notendaviðmóti Xbox One
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025
    Leikjarýni
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.