Bíó og TV

Birt þann 18. október, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

The Goonies og gamlar ævintýramyndir í Bíó Paradís

Helgarbíó fyrir börn og unglinga í Bíó Paradís

Frá og með næstu helgi hefur Bíó Paradís sýningar á barna- og unglingakvikmyndum alla laugardaga og sunnudaga kl. 16:00 og 18:00. Boðið verður upp á áhugaverðar barna- og unglingakvikmyndir sem hlotið hafa viðurkenningar um allan heim. Meðal mynda sem verða sýndar eru Ernest og Celestína, Mamma, ég elska þig og Wadjda.

Klassískar kvikmyndaperlur

Í vetur verða einnig sýndar, í bland við nýjar kvikmyndir, klassískar barna- og unglingamyndir frá mismunandi tímabilum. Á boðstólunum verða gamlar ævintýramyndir á borð við The Goonies, Willow og Labyrinth, nýlegar Disney teiknimyndir, myndir um Prúðuleikarana, Bangsímon, Kalla kanínu og margt fleira. Þessar sýningar eru kjörið tækifæri fyrir fullorðna fólkið til að enduruppgötva barnið í sjálfum sér í sannkallaðri nostalgíu æskuáranna á sama tíma og börnin fá að upplifa margar af perlum  kvikmyndanna í bestu mögulegu gæðum á hvíta tjaldinu.

Barna_aevintyri_Bio_Paradis

– Fréttatilkynning frá Bíó Paradís
Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑