Birt þann 31. október, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins
0PS4 mun ekki styðja MP3, tónlistardiska eða streymi
Fjöldi PlayStation 3 eigenda hafa tengt leikjatölvuna við borðtölvuna heima hjá sér svo hægt sé að streyma tónlist og kvikmyndum beint úr borðtölvunni yfir í PS3. Þennan möguleika mun PlayStation 4 ekki styðja samkvæmt nýjum upplýsingum sem voru birtar á PlayStation Blog.
PS4 mun ekki heldur spila MP3 skjöl eða hefðbundna geisladiska líkt og PS3, þannig að þeir notendur sem vilja hlusta á tónlist í gegnum PS4 verða að nýta sér tónlistarþjónustuna frá Sony og borga áskriftargjald. Svipaða sögu er að segja með kvikmyndir og sjónvarpsþætti sem verður hægt að streyma í gegnum Netflix gegn sanngjörnu gjaldi.
Heimild: GamesRadar
Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.