Fréttir
Birt þann 15. september, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins
0OGP – Nýtt íslenskt podcast um tölvuleiki
Leikjaáhugamennirnir Kristján S. Einarsson og Ólafur Hrafn Júlíusson, eða einfaldlega Krissi og Óli, eru nýbyrjaðir með nýtt íslenskt hlaðvarp (podcast) þar sem þeir félagar spjalla um ýmislegt tengt tölvuleikjum. Þættirnir heita OGP og eru aðgengilegir hér á heimasíðu Nörd Norðursins; www.nordnordursins.is/OGP.
Þættirnir eru í afslappaðri kantinum þar sem gjarnan er skálað í viskí. Tveir þættir eru komnir á netið og er hvor þeirra rétt yfir klukkutími að lengd.