Bíó og TV

Birt þann 3. september, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Kvikmyndasafn Íslands kynnir rússneska vetrardagsskrá

Kvikmyndasafn Íslands kynnti vetrardagskrá sína í vikunni. Um rússneska vetrardagsskrá er að ræða þar sem eingöngu verða sýndar kvikmyndir frá Sovétríkjunum og Rússlandi, þar á meðal Spartakus (1977), Ívan Grimmi (1976) og Solaris (1972). Upphafsmynd ársins er Karamazov-bræðurnir (1. hluti) sem sýnd verður í kvöld, 3. september kl. 20:00.
Ókeypis er á sýninguna og öllum boðið meðan húsrúm leyfir.

Samhliða vetrardagskránni opnaði Kvikmyndasafn Íslands nýjan og uppfærðan vef, www.kvikmyndasafn.is, þar sem má finna upplýsingar um safnið og komandi sýningar.

 

SÝNINGASKRÁ KVIKMYNDASAFNS ÍSLANDS 2013 – 2014

 

 03. sept. / 07. sept.  Karamazov-bræðurnir I  Kíríll Lavrov,
 10. sept. / 14. sept.  Karamazov-bræðurnir II  Mikhaíl Úljanov og
 17. sept. / 21. sept.  Karamazov-bræðurnir III  Ívan Pyrjev
 24. sept. / 28. sept.  Samskipti Sovétríkjanna og Íslands… I  Ýmsir stjórnendur
 01. okt. / 05. okt.  Október. Aukamynd: Leníngrad, vagga bylt..  Sergei M. Eisenstein
 08. okt. / 12. okt.  Farðu og sjáðu  Elem Klimov
15. okt. / 19. okt. Venjulegur fasismi. Aukamynd: Romm Mikhaíl Romm
22. okt. / 26. okt. Zjúkov marskálkur. Aukamynd: Vopn þeirra Marina Babak
29. okt. / 02. nóv. Teiknimyndir Ýmsir stjórnendur
05. nóv. / 09. nóv. Faust Aleksandr Sokurov
12. nóv. / 16. nóv. Heimilið Oleg Pogodin
19. nóv. / 23. nóv. Tulpan Sergei Dvortsevoy
26. nóv. / 30. nóv. Ófullgert verk fyrir sjálfspilandi píanó Nikita Mikhalkov
03. des. / 07. des. Galina Ulanova • Maja Plisetskaja • Aukam.. Ýmsir stjórnendur
10. des. / 14. des. Spartakus Vadim Derbenyov og
17. des. / 21. des. Ívan grimmi Yuri Grigorovich
14. jan. / 18. jan. Ástarsaga úr stríðinu Pyotr Todorovsky
21. jan. / 25. jan. Brautarstöð fyrir tvo Eldar Ryazanov
28. jan. / 01. feb. Samskipti Sovétríkjanna og Íslands… II Ýmsir stjórnendur
04. feb. / 08. feb. Einn möguleiki af þúsund Leonid Kotsarjan
11. feb. / 15. feb. Sergey Lazo Aleksandr Gordon
18. feb. / 22. feb. Fórnin Andrei Tarkovsky
25. feb. / 01. mar. Solaris Andrei Tarkovsky
04. mar. / 08. mar. Ólympíumynd Rússlands 1980. Aukamynd… Yuri Ozerov
11. mar. / 15. mar. Ólympíumynd Þjóðverja 1936. 1. og 2. hluti Leni Riefensthal
18. mar. / 22. mar. Ólympíumynd Japana 1964 Kon Ichikawa
25. mar. / 29. mar. Samskipti Sovétríkjanna og Íslands… III Ýmsir stjórnendur
01. apr. / 05. apr. Móðirin Vsevolod Púdovkin
08. apr. / 12. apr. Rúslan og Ljúdmíla Aleksandr Ptushko
15. apr. Uppgangan Larisa Shepitko
22. apr. / 26. apr. Samskipti Sovétríkjanna og Íslands… IV Ýmsir, Khalipov
29/30. a. / 2-3. m. Stríð og friður, 1. – 4. hluti Sergei Bondartsjúk
 -BÞJ
Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑