Bíó og TV

Birt þann 4. september, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Einnar mínútu stuttmyndakeppni RIFF

 

Ert þú með góða hugmynd? Góð hugmynd er allt sem þarf!

Einnar mínútu stuttmyndasamkeppni RIFF er nú haldin í fyrsta sinn á Íslandi. RIFF leitar að frumlegum, listrænum og skemmtilegum stuttmyndum. Myndin verður að vera NÁKVÆMLEGA EIN MÍNÚTA að lengd. Ekki meira. Ekki minna.

Það getur verið kúnst að koma hugmyndinni þinni á framfæri innan EINNAR MÍNÚTU tímarammans. Þetta er krefjandi verkefni sem þarf útsjónarsemi og kænsku til að framkvæma.

Þetta Einnar mínútu stuttmyndar-fyrirbæri er upprunnið í Hollandi. Á http://www.theoneminutes.org/ getur þú séð fjölmargar Einnar mínútu myndir.

TÍU bestu Einnar mínútu myndirnar verða sýndar á RIFF kvikmyndahátíðinni og leikstjórar þeirra FÁ PASSA Á HÁTÍÐINA. Ein mynd – SIGURMYNDIN – fær svo fyrstu verðlaun sem er NÝR IPAD frá Símanum.

 

Reglur:

1. Myndin má ekki vera styttri eða lengri en EIN MÍNÚTA.
2. Gæta skal fyllsta velsæmis!

>>> ÞEMA KEPPNINNAR ER „LOFT“ <<<

 

Til að senda inn mynd skaltu hlaða henni upp á YouTube, Vimeo eða sambærilega vefsíðu og senda vefslóðina í tölvupósti á póstfangið einminuta@riff.is.  Láttu nafn, símanúmer og tölvupóstfang fylgja.

Skilafrestur er 20. september 2013!

– Fréttatilkynning frá RIFF
Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑