Birt þann 20. ágúst, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Nýr EVE skotleikur væntanlegur 2014
Íslenska leikjafyrirtækið CCP tilkynnti fyrir stundu að nýr EVE leikur er væntalegur frá fyrirtækinu á næsta ári. Um er að ræða fyrstu persónu geimskotleik sem minnir töluvert á gömlu góðu Wing Commander leikina.
Gestum EVE Fanfest 2013 bauðst að prófa prótótýpuna af leiknum EVE: VR í Oculus Rift fyrr á árinu, en leikurinn hefur nú fengið nafnið EVE: Valkyrie. EVE Online er einn stærsti fjölspilunarleikur síðustu ára en engar upplýsingar liggja fyrir um hvort fókusinn verði lagður á einspilun eða fjölspilun í nýja leiknum. Nýjasti leikur CCP er fjölspilunarskotleikurinn DUST 514 sem er fáanlegur ókeypis á PlayStation 3.
CCP sendi frá sér efitrfarandi kítlu úr leiknum sem sýnir að leikurinn mun greinilega innihalda haug af hasar!