Íslenskt

Birt þann 13. ágúst, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Fjáröflun fyrir Mailpile gengur vel

Njósnastarfsemi á netinu er mun viðfangsmeiri en mörgum grunaði þar sem m.a. leyniþjónustur hafa greiðan aðgang að flest öllum upplýsingum netverja, sama hvort um er að ræða einkaskilaboð, tölvupósta eða önnur gögn.

Bjarni Rúnar Einarsson, Brennan Novak og Smári McCarthy eru um þessar mundir að fjármagna verkefnið Mailpile, sem mun vera ný, örugg og aðgengileg tölvupóstaþjónusta sem ætlar í samkeppni við Gmail, Hotmail og aðra stærri tölvupóstþjónustur. Fjármögnunin hófst þann 3. ágúst á síðunni Indiegogo og hafa strax safnast tæpir $62.000 en hópurinn þarnast $100.000 til að geta gert Mailpile að veruleika.

Ef þú hefur áhuga á að styrkja verkefnið kíktu þá hér á Indiegogo.

-BÞJ
Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑