Birt þann 2. júlí, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Stuttmyndin Hvalfjörður keppir um Gryphon verðlaun
Íslensk-danska stuttmyndin Hvalfjörður verður ein af sjö myndum sem taka þátt í GENERATOR +18 flokki stuttmynda á 43rd Giffoni Experience 2013 og mun þar keppa um Gryphon verðlaun. Verðlaunafhending fer fram eftir tæpan mánuð eða þann 28. júlí næstkomandi. Meirihluti fjárhagslegs stuðnings kom frá Danmörku en myndin var tekin upp á Íslandi og er með íslenskum leikurum og tökuliði. Hvalfjörður vann sérstök dómnefndarverðlaun í Cannes í maí og var sýnd í Sydney Film Festival í júní. Stuttmyndirnar sem keppa um verðlaunin eru:
- Abc eftir Nanna Houlman (Svíþjóð)
- Be with me eftir Yeonchul Lee (Bandaríkin / S-Kórea)
- Beauty Mark eftir Mark Ratzlaff (Kanada)
- Two out of three eftir Paulina Rosas (Mexíkó)
- Whale Valley eftir Guðmund Arnar (Danmörk / [Ísland])
- Penny Dreadful eftir Shane Atkinson (Bandaríkin)
- Chewing-gum eftir Adriano Giotti (Ítalía)
Í danska kvikmyndablaðinu EKKO er svo að finna þetta skemmtilegt viðtal við Guðmund Arnar Guðmundsson, leikstjóra Hvalfjarðar, og Hlyn Pálmason, leikstjóra En Maler, en þeir eru báðir búsettir í Danmörku.