Fréttir

Birt þann 10. júní, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

E3 2013: Væntanlegir leikir á Xbox One [STIKLUR] – Seinni hluti

<< Fyrri hluti

Í Project Spark geta notendur Xbox One og Windows 8 skapað sinn eigin leik með frekar einföldum hætti. Leikirnir geta verið allt frá einföldum skotleikjum með takmarkaðri grafík, eða þrívíddar ævintýraleikir. Notendur og spilarar skapa sinn eigin leikjaheim og geta tekið þátt í að breyta landslagi og hegðun umhverfisins.

Uppvakningaleikurinn Dead Rising 3 er væntanlegur á Xbox One. Í leiknum ferðast spilarinn um opna borg þar sem hann þarf að verjast uppvakningum hægri vinstri. Líkt og áður er nánast hægt að nota hvað sem er sem vopn og blanda þeim saman til að búa til eitthvað skemmtilegt ofurvopn.

Titanfall er fjölspilunarleikur þar sem hermann og vélmenni berjast saman og á móti hvort öðru. Fljótt á litið minnir leikurinn svolítið á Hawken…

Aðrir leikir sem fengu stutta kynningu voru; Quantum Break, Minecraft á Xbox One, drekaleikurinn Crimson Dragon, indíleikurinn Below og sakamálaleikurinn D4. Og að sjálfsögðu mun nýr Halo leikur líta dagsins ljós.

Quantum Break

 

Halo 5

 

>> E3 2013 - Allt á einum stað <<

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑