Fréttir
Birt þann 9. júní, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Íslenski leikjastraumurinn fær góðar viðtökur
Í síðasta mánuði fór Nörd Norðursins af stað með lista yfir íslenska tölvuleikjastrauma. Viðtökurnar hafa verið góðar og hafa 20 spilarar skráð sig þegar þessi frétt er skrifuð og eru sífellt fleiri að bætast á listann. Listinn inniheldur ellefu League of Legends spilara, tvo StarCraft 2 spilara og sjö spilara sem spila aðra leiki.
Listinn sameinar íslenska spilara sem eru að streyma reglulega og auðveldar áhugsömum að finna íslenska leikjastrauma. Tilgangurinn með listnaum er að vekja athygli og áhuga á íslenskum leikjastraumum og á sama tíma að efla íslenska leikjasamfélagið í heild sinni.