Bíó og TV

Birt þann 18. júní, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Íslensk hrollvekja á Indiegogo

Hrollvekjur eru heldur betur sjaldséðar í íslenskri kvikmyndaflóru. Nokkrir ungir kvikmyndagerðarmenn reyna um þessar mundir að fjármagna Ruins, dularfulla íslenska hrollvekju í fullri lengd, í gegnum Indiegogo.

Í Ruins er sagt frá bóndanum Friðjóni (Magnús Ólafsson) sem finnur svarta skjalatöku í fjörunni og ákveður að skoða hana betur. Friðjón fer með töskuna heim til sína þar sem hann nær að opna hana og finnur þar hljóðdagbók í eigu fornleifafræðings sem hefur verið að rannsaka hlið til helvítis sem er staðsett á Íslandi. – Það er spurning hvort Hekla komi eitthvað við sögu þar sem menn töldu lengi vel að eldfjallið væri inngangur að helvíti.

Óskað er eftir $60.000 (u.þ.b. 7 milljónir íslenskra króna) í fjármögnun næstu 39 dagana. Hægt er að styrkja verkefnið um lága og háa upphæð, en nánari upplýsingar fást hér á Indiegogo.

Búið er að búa til kítlu fyrir Ruins og stutt myndband þar sem Vilius Petrikas, sem er leikstjóri, höfundur og framleiðandi myndarinnar, og fleiri segja nánar frá verkefninu.

 

Kítla

 

Kynningarmyndband

-BÞJ
Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑