Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Nörd Norðursins tekur viðtal við Gunnar Hansen (Leðurfés)
    Bíó og TV

    Nörd Norðursins tekur viðtal við Gunnar Hansen (Leðurfés)

    Höf. Nörd Norðursins22. apríl 2013Uppfært:20. ágúst 2013Engar athugasemdir7 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Jósef Karl hjá Nörd Norðursins fór fyrir stuttu á hryllingsmyndahátíðina Mad Monster Party í Bandaríkjunum. Þar hitti hann sjálfan Gunnar Hansen, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Leðurfés í The Texas Chain Saw Massacre frá árinu 1974, og náði viðtali við meistarann.

     

    Nörd Norðursins: Hversu mikið vissirðu um Ed Gein, sem var að einhverju leyti kveikjan að The Texas Chain Saw Massacre, áður en tökur hófust á myndinni?

    Gunnar Hansen: Ég vissi ekki neitt um hann. Ég hafði heyrt um Ed Gein áður útfrá kvikmyndinni Psycho sem er byggð á honum. En ég hafði enga hugmynd um neina Ed Gein tengingu fyrr en við vorum við tökur á myndinni þrátt fyrir að hafa lesið handritið áður. Eitt kvöldið, 2-3 vikum eftir að tökur hófust, sat ég með Tobe Hooper (leikstjóri og handritshöfundur) og Kim Henkel (handritshöfundur) og spurði þá hvaðan þeir komu með hugmyndina að þessari mynd. Það var þá sem þeir sögðu mér frá Ed Gein tengingunni en hún er þó ekki mjög sterk í myndinni.

    NN: Fékkst þú eitthvað að segja í sambandi við sköpunina á Leðurfési eða var þetta allt í handritinu?

    GH: Nei, ég gerði það sem ég vildi sem Leðurfés. Það sem stóð í handritinu voru bara lýsingar á því sem hann gerði, eins og að hann opnaði dyrnar, slær mann með sleggjuhamri, dregur hann innfyrir dyrnar og lokar hurðinni. Hvernig ég framkvæmdi senurnar var í minni umsjá, Tobe er leikstjóri sem leikurum líkar við því hann lætur þig búa til persónuna þína sjálfur. Hann mundi kannski segja að hann kærði sig ekki um eitthvað eitt atriði og vill laga það en samt sem áður voru það leikararnir sem bjuggu til sínar persónur. Tobe og Kim útskýrðu fyrir mér sambandi fjölskyldunnar, samskipti einstakra persóna og viðhorf Tobe á Leðurfési var að hann væri þroskaheftur, geðveikur og ofbeldisfullur. Ég vissi þessa hluti og þurfti sjálfur að finna út hvernig hann hreyfði sig því ég hafði ekki andlit né rödd til að koma hugarástandi hans til skila.

    TTCM

    NN: Varstu ekki reiður eða leiður þegar stúlkan slapp í lokin á pallbílnum?

    GH: (Þessi spurning kom honum skemmtilega á óvart) Ó, jæja, ég meina, nei. Þetta var alltaf bara karakter í mínum augum, jafnvel þó ég sé að sveifla keðjusög um og kvikmyndavélin að taka upp senuna. Þá er það bara ég að horfa á persónuna og fylgjast með öllum hreyfingum því ég vil að karakterinn líti og hegði sér rétt. Ég er aðskilinn frá Leðurfési jafnvel við tökur á myndinni. Ég var bara ánægður að hún væri farin og að tökur á myndinni væru að ljúka. En það var þó eitt augnablik við tökurnar að ég gleymdi að þetta væri kvikmynd. Það var í lokin á kvöldmatar atriðinu, sem við tókum upp samfleytt yfir 26 klukkustunda tímabil, þegar við erum að reyna að hæfa stúlkuna í höfuðið með hamrinum og hún nær að sleppa og stökkva útum gluggann. Þegar hún er við það að sleppa og puttalingurinn öskrar „dreptu tíkina, sláðu tíkina, dreptu tíkina“, í því augnabliki var ég svo þreyttur og senan var svo yfirþyrmandi að ég hélt að þetta væri að gerast í alvörunni. Þegar hann segir mér að drepa hana í þann mund sem hún er að sleppa, þetta er mér svo minnisstætt, ég hugsaði með mér „já, drepa tíkina“. Ég snéri mér í áttinni að henni í þeim tilgangi að drepa hana og það voru mínar hreyfingar sem gerðu mér ljóst fyrir að við vorum að gera kvikmynd. Það hryllti mig að ég hafði fengið þessa hugsun, að ég hafði gleymt því að við værum að gera kvikmynd, því senan sjálf var svo yfirþyrmandi. Þetta var óhugnanlegt augnablik.

    Ég snéri mér í áttinni að henni í þeim tilgangi að drepa hana og það voru mínar hreyfingar sem gerðu mér ljóst fyrir að við vorum að gera kvikmynd.

    NN: Var ekki einhver klæðskiptingssena sem var klippt útúr myndinni?

    TTCM plakatGH: Það var engin klæðskiptingssena í myndinni en samt sem áður gerðist það. Í senunni þegar þeir koma með stúlkuna, Sally, heim þá er Leðurfés með gamaldags svuntu og kvenkyns andlitsgrímu. Yfir kvöldmatnum er Leðurfés með „fallega“ kvenkyns andlitsgrímu með farða á. Það var sena sem var klippt úr myndinni á meðan á kvöldmatnum stóð þar sem Leðurfés yfirgefur borðstofuna og fer yfir í stofuna þar sem er að finna förðunarborð með spegli. Hann gengur að því, tekur upp nokkrar grímur af borðinu til þess að ákveða hvort hann vilji skipta um grímu. Hann heldur sinni grímu á, fer upp að speglinum með varalit og setur á sig meiri varalit. Sú sena er eiginlega það sem kemst nálægt því að vera klæðskiptingssena. Hann er klæddur jakkafötum og frakka eins og karlmönnum sæmir. Ég hef hugsað um þetta og hef aldrei hugsað um Leðurfés sem klæðskipting. Þetta var bara útaf því að þeir voru með gest í kvöldmat, hann vill líta vel út fyrir hana. Þess vegna setur hann „fallega“ andlitið á sig því það er fallegt. Kynferðislega séð þá held ég að hann sé kynlaus. Ég held að hann hafi enga hvöt til þess að vera kona, þetta karl/kona dæmi skiptir hann engu máli, hann vill bara líta vel út.

    NN: Hefurðu séð einhverjar af framhöldunum eða endurgerðunum og hverjar eru þínar hugsanir og skoðanir á þeim?

    GH: Ég hef séð þær allar nema The Beginning. Mér fannst önnur myndin vera óheppileg vegna þess að stefnan var sett á húmor. Þriðja myndin virkaði ekki nógu vel því hún var slátruð þegar hún var klippt niður. Fjórða myndin, The Next Generation, var hræðileg. Endurgerðin var óþörf, hvað voru þau að reyna að sanna, hún er þegar til sem kvikmynd. Sá ekki The Beginning. Ég er hins vegar í nýju myndinni, þrívíddarmyndinni, er í einni lítilli senu þar. Ég bæði naut þess og met það mikils að hafa verið hluti af myndinni. Ég hef virkilega gaman af fyrstu tíu mínútunum sem gerast árið 1973, strax á eftir þar sem upprunalega myndin endar. Síðan stekkur myndin áfram í nútímann og þá er hún að miklu leyti dæmigerð hryllingsmynd. Það eru vissulega hlutir í myndinni sem mér líkaði við. Sem kvikmynd í þessum bálki, af upprunalegu myndinni fráskilinni, þá er þetta besta myndin af öllum framhöldunum og endurgerðunum. Mér finnst hún skara framúr hinum myndunum.

    NN: Að lokum, hvað þarf til þess að vekja áhuga þinn á kvikmyndaverkefnum sem þér eru boðin?

    GH: Ég ætti ekki að segja þetta, ef þeir vilja borga mér þá hef ég áhuga. Það er skelfilegt að segja þetta en þetta á við um alla leikara og í eðli sínu, leikarar vilja vinna. Ef einhver vill mig í myndina sína og ég fæ borgað fyrir vinnuna mína, þá er það bara frábært. Þrátt fyrir að hafa sagt þetta, þá hef ég notið þess mun meira að leika í myndum þar sem ég leik alvöru persónu sem kemur talsvert við sögu í myndinni í staðinn fyrir að taka upp senur á einum degi og nafni manns hent á myndina. Ég lék í kvikmynd, Brutal Massacre, sem er gamanmynd. Hún fjallar um óhæfan kvikmyndagerðarmann sem er að gera hryllingsmynd og allt fer úrskeiðis hjá honum. Ég naut þess að leika í myndinni því mér fannst ég vera með alvöru persónu í höndunum og hún er í kvikmyndinni en ekki bara í tvær mínútur og hverfur síðan. Ég elska það þegar ég er í kvikmynd sem krefst alvöru leiks. Og svo hefur draumurinn minn ávallt verið að fá að leika í víkingamynd, þó það væri ekki nema bara sem gamall drukkinn maður í bakgrunninum að drekka úr horni (segir hann og hlær).

    Og svo hefur draumurinn minn ávallt verið að fá að leika í víkingamynd, þó það væri ekki nema bara sem gamall drukkinn maður í bakgrunninum að drekka úr horni (segir hann og hlær).

    NN: Þakka þér kærlega fyrir.

    GH: Það var ekkert, þakka þér.

     

    Höfundur er Jósef Karl Gunnarsson,
    fastur penni á Nörd Norðursins.

     

    Gunnar Hansen Josef Karl Gunnarsson leatherface leðurfés The Texas Chain Saw Massacre
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaGodsrule: War of Mortals kominn út
    Næsta færsla Myndasögurýni: Who Killed Retro Girl?
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb

    15. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.