Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»Bækur og blöð»Hvítir múrar borgarinnar – Ný íslensk vísindaskáldaga
    Bækur og blöð

    Hvítir múrar borgarinnar – Ný íslensk vísindaskáldaga

    Höf. Nörd Norðursins25. janúar 2013Uppfært:17. apríl 2013Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    Hvítir múrar borgarinnar er ný íslensk vísindaskáldsaga eftir Einar Leif Nielsen sem kemur út í rafbókaformi í dag fyrir alla gerðir rafbókalesara. Í tilefni útgáfunnar sendi bókaútgáfan Rúnatýr eftirfarandi fréttatilkynningu frá sér í dag:

    Í Hvítum múrum borgarinnar lýsir Einar Leif Nielsen framtíðarsýn þar sem allt er falt fyrir rétt verð, hverfi eru afgirt og ólíkar stéttar aðskildar. Þetta er áhugaverð vísindaskáldaga sem sækir í sama brunn og Cyberpunk og Blade Runner. Bókin kemur út í rafbókaformi í dag!

    Í borg framtíðarinnar er allt falt fyrir rétt verð. Hverfi eru girt af með veggjum til að verja borgarana fyrir hvor öðrum og mismunandi stéttir aðskildar. Þeim sem standa ekki við skuldbindingar sínar er vísað úr borginni eða jafnvel teknir af lífi. Lex Absque er starfsmaður Vegarins sem innheimtir skuldir fyrir stórfyrirtækið Mammon. Þegar fjármálastjóri fyrirtækisins er myrtur kemur það í hlut Lex að leysa málið. Morðinginn er auðfundinn en Lex er ósáttur við lyktir málsins og ákveður að leita sannleikans upp á eigin spýtur. Þar með setur hann af stað atburðarás sem mun hafa áhrif á alla borgarbúa.

    Einar Leif NielsenBankastarfsmaður skrifar vísindaskáldsögu

    Einar Leif Nielsen er fæddur í Reykjavík og uppalinn í vesturbænum. Hann er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og með B.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Að prófi loknu lá leiðin til Danmerkur í framhaldsnám þar sem Einar lauk M.Sc. prófi í hagnýtri stærðfræði árið 2006. Síðan þá hefur Einar starfað á Íslandi og lengst í fjármálatengdum störfum. Hvítir múrar borgarinnar er fyrsta skáldsaga Einars en hann hefur ávallt skrifað mikið þó það hafi ekki ratað á opinberan vettvang fyrr.

    Rafbók – aðgengileg öllum rafbókalesurum

    Bókin kemur út í rafbókaformi í dag fyrir alla gerðir rafbókalesara og verður fáanleg hjá Skinna.is og Emma.is. Bókin er gefin út af bókaútgáfunni Rúnatý sem leggur áherslu á útgáfu bókmennta sem alla jafna hafa lítið sést hérlendis,s .s. hrollvekjur, fantasíur og vísindaskáldsögur. Rúnatýr leggur einnig mikið upp úr rafbókaútgáfu og gefur alla sína titla út á rafrænu formi sem aðgengilegt er fyrir alla rafbókalesara. Þess má geta að Rúnatýr merkir guð rúnanna, eða sá sem valdið hefur yfir rúnum, sem verður að teljast skemmtilegt nafn á bókaútgáfu.

    – Fréttatilkynning frá Rúnatý

    Einar Leif Nielsen hvítir múrar borgarinnar rafbok Rúnatýr vísindaskáldsaga vísindaskáldskapur
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaTopp 5: Það besta í bresku sjónvarpi 2012
    Næsta færsla Föstudagssyrpan #27 [TÓNLIST]
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Geisladiskabúð Valda á tímamótum

    17. janúar 2026

    Lúpína syngur frumsamið lag í Echoes of the End – „Þetta var mjög skemmtilegt ferli“

    4. janúar 2026

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember

    14. desember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.