Fréttir1

Birt þann 29. janúar, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Cosplay keppni á Japanshátíð HÍ 2. febrúar

Laugardaginn 2. febrúar verður Japanshátíð haldin á Háskólatorgi í Háskóla Íslands. Japanshátíð er hátíð sem er á vegum nemenda og kennara í Japanskri mál og menningu á Hugvísindasviði Háskóla Íslands.

Á hátíðinni verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá milli kl. 13 og 17 þar sem gestir geta meðal annars skellt sér í karókí, horft á japanskar dramaseríur og bíómyndastiklur, fengið nafn sitt skrifað með skrifletrum japönsku og bragðað á léttum veitingum.

Einnig verður búninga keppni, eða nánar tiltekið cosplay keppni, þar sem keppendur klæða sig upp sem karakterar úr japönskum teiknimyndum, tölvuleikjum, eða einhverju öðru sem tengist Japan á einhvern hátt.

Skráning í keppnina fer fram á Háskólatorgi frá kl 13:00 sama dag, en keppnin sjálf verður haldin kl. 15:30.

 

>> Smelltu hér til að skoða cosplay keppnina á Facebook.

>> Smelltu hér til að skoða heimasíðu Japanshátíðar.

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑