Bíó og TV

Birt þann 13. desember, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Laugarásbíó sýnir The Hobbit á 48 römmum á sekúndu

Laugarásbíó uppfærði sýningarvélar sínar nýlega til þess að geta sýnt kvikmyndir sem eru teknar upp á 48 römmum á sekúndu. Flest kvikmyndahús nota vélar sem birta helmingi færri ramma, eða 24 ramma á sekúndu, sem hefur uppfyllt kröfur flestra kvikmynda til þessa.

Þessi fyrirsögn hefði líklega ekki þótt ýkja merkileg fyrir nokkrum mánuðum síðan þar sem lang flestar kvikmyndir eru teknar upp á 24 römmum á sekúndu, en í desember verður stórmyndin The Hobbit sýnd í íslenskum kvikmyndahúsum og er myndin sú fyrsta til að vera tekin upp á 48 römmum á sekúndu. Laugarásbíó er því eina kvikmyndahúsið á Íslandi í dag sem getur sýnt The Hobbit í fullum rammafjölda.

48 ramma sýningarnar eru nú sérstaklega merktar með 48R á midi.is, eins og hér sést.

En hvað þýðir það að myndin sé tekin upp og sýnd í helmingi fleiri römmum en hefðbundin kvikmynd? Jú, fleiri rammar á sekúndur þýðir að fleiri rammar séu notaðir til að birta myndina og gefur hreinni, mýkri og raunverulegri mynd. Myndbandið hér fyrir neðan sýnir á einfaldan hátt hvernig myndir birtast sem teknar eru upp á mismarga ramma á öryggismyndavélum.

 

Ætlar þú að sjá 24 eða 48 ramma útgáfuna af The Hobbit?

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑