Fréttir1

Birt þann 14. september, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Black Mesa: Source kominn út!

Eftir langa bið (2004-2012) hefur Black Mesa loksins verið gefinn út en leikurinn er endurgerðleiksins Half-Life. Búið er að færa leikinn yfir í grafíkvélina Source Engine og hafa þeir hjá Black Mesa Modification Team (BMMT) byggt leikinn frá grunni í þeirri vél.

BMMT bætti líka við borðum, nýjum módelum, tónlist og talsetningum, og mega þeir sem hafa klárað Half-Life áður því búast við nýrri upplifun.

Þið getið búist við gagnrýni frá Nörd Norðursins þegar við höfum spilað leikinn í ræmur.

Þeir rukka ekki fyrir leikinn heldur gefa hann út frítt!

Hægt er að nálgast leikinn og fleiri upplýsingar um hann á heimasíðu BMMT, blackmesasource.com.

DPJ

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑