Fréttir1

Birt þann 11. ágúst, 2012 | Höfundur: Kristinn Ólafur Smárason

0

HR-ingurinn fer vel af stað

LAN-mótið HR-ingurinn 2012 fer vel af stað. HR-ingurinn er stærsta LAN-mót landsins og er haldið árlega í húsakynnum Háskóla Reykjavíkur. Þegar blaðamann Nörd Norðursins bar að garði laust fyrir átta í gær voru þegar rúmlega 100 manns búnir að setja upp tölvurnar sínar. Aðstaðan fyrir tölvuleikjaspilun var til fyrirmyndar, en fólk var byrjað að spila sína uppáhalds leiki. Á flöktandi tölvuskjám víðsvegar um anddyri Háskóla Reykjavíkur glitti í leiki á við Counter- Strike, League of Legends og Starcraft II, en keppt er í tveim síðastnefndu leikjunum á LAN-mótinu.

Keppni í League of Legends og Starcraft II stendur nú yfir, og eru flestir mætustu spilarar Íslands mættir til leiks.  Vegleg verðlaun eru í boði fyrir sigurvegaranna, en meðal þeirra eru tölvufylgihlutir frá Nýherja, bíómiðar, gos og gjafabréf frá Kísildal og Dominoz. Þar fyrir utan er peningapottur í League of Legends keppninni sem League of Legends spilararnir borguðu í með þáttökugjaldi sínu.

Hægt er að fylgjast með leikjunum í League of Legends og Starcraft II á hlaðvarpi HR-ingsins, en leikjunum er lýst á íslensku. Þeir sem vilja hins vegar fá stemmninguna beint í æð geta farið niður í Háskóla Reykjavíkur, keypt sér pítsu og gos, og fylgst með leikjunum í beinni á breiðtjaldi.

Hlaðvarp HR-ingsins fyrir League of Legends

Hlaðvarp HR-ingsins fyrir Starcraft II

– KÓS

Deila efni

Tögg: , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Comments are closed.

Efst upp ↑