Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»Bækur og blöð»Bókarýni: Locus Origin – The Never Born eftir Christian Matari
    Bækur og blöð

    Bókarýni: Locus Origin – The Never Born eftir Christian Matari

    Höf. Nörd Norðursins22. ágúst 2012Uppfært:25. maí 2013Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    Þetta er fyrsta bók Christian Matari (höfundurinn er íslenskur en kýs að koma fram undir þessu nafni) og tekst honum nokkuð vel til. Bókin byrjar á góðum hraða og nær að grípa lesandann strax.

    Sagan gerist  í öðru sólkerfi rúmum 1.200 árum í framtíðinni. Menn hafa komið sér vel fyrir á hinum ýmsum lífvænlegum hnöttum þegar mjög fjandsamlegar geimverur gera árás á nýlendurnar og þar með hefst áratugalangt og blóðugt stríð á milli Terran-ara (mennirnir) og Nyari geimverana. Menn grípa svo til þess örþrifaráðs að klóna hermenn í stórum stíl til þess að reyna að vinna þetta vonlausa stríð. Aðalpersónan Marcus Grey, klónaður hermaður er ásamt herdeild sinni sendur í fyrstu sendiför þeirra sem á eftir  að draga mikinn dilk á eftir sér. Það er ekki allt með felldu og Marcus uppgötvar að sendiförin sjálf var einungis yfirvarp. Og það líður ekki á löngu þar til að hann áttar sig á því að hann er ekki eins og aðrir.

    Án þess að spilla söguþræðinum er óhætt að segja að sagan verður æ meira spennandi. Höfundur passar vel upp á það að gefa ekki of mikið upp og heldur því forvitni lesandans fram í næstu bók því nóg er af ósvöruðum spurningum. Stíllinn  í bókinni er nokkuð þéttur, skiptist á hasar og hægari köflum, auðveldur í lestri og þokkalega vel uppbyggður.

    Í heild sinni er bókin spennandi og hin besta skemmtun en hún skilur líka eftir sig vangaveltur um ýmis siðferðismál eins og til dæmis klónun þessarra hermanna og þeirra rétt til vals og vald stærri fyrirtækja sem gera allt til að ná fram sínum markmiðum. Það er sem sagt ekki bara hasar í gangi heldur líka allskonar samsæri, leyndardómar, græðgi, völd og já, líka ást.

    Um helstu persónurnar má kannski segja að sumar séu ekki nógu djúpar eða of týpulegar og minna helst á tölvuleikjapersónur (enda vinnur höfundurinn hjá CCP) en væntanlega fá þær að þroskast meira þar sem að þetta er fyrsta bókin af níu og verður fróðlegt að fylgjast með framvindu sögunnar.

    Þetta er velheppnuð vísindaskáldsaga og hlakka ég til næstu bókar.

    Einnig vil ég benda á mjög fróðlega heimasíðu bókarinnar en þar er hægt að skyggnast betur í þennan heim. Á henni er að finna smásögur, myndir og ýmsar aðrar gagnlegar upplýsingar: Locusorigin.com.

    – Vildís Bjarnadóttir

    ccp Christian Matari Locus Origin Locus Origin The Never Born Vildís Bjarnadóttir
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaCounter-Strike: Global Offensive kemur út í dag
    Næsta færsla Nörd Norðursins óskar eftir snillingum!
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Geisladiskabúð Valda á tímamótum

    17. janúar 2026

    Lúpína syngur frumsamið lag í Echoes of the End – „Þetta var mjög skemmtilegt ferli“

    4. janúar 2026

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember

    14. desember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.