Fréttir1

Birt þann 7. júlí, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Skráning hafin í HR-inginn

Stærsta LAN-mót landsins, HR-ingurinn, verður haldið 10.-12. ágúst 2012 í Háskólanum í Reykjavík. Tvíund, félag tölvunarfræði-, stærðfræði- og hugbúnaðarverkfræðinema við Háskólann í Reykjavík, stendur fyrir mótinu þar sem keppt verður í League of Legends, StarCraft II og Counter Strike 1.6 og Counter Strike: Source.

Verðlaun verða veitt fyrir sigurlið í öllum keppnum en liðin sem keppa í League of Legends þurfa að borga sérstakt 5.000 kr. skráningargjald sem rennur óskipt í verðlaunapott.

Samkvæmt upplýsingum eSports.is verða á staðnum Team Fortress 2 og Minecraft netþjónar og það er ekki útilokað að það verði jafnvel enn fleiri netþjónar.

Skráning stendur yfir á www.HRingurinn.net og lýkur 8. ágúst. Aðgangseyrir er 3.800 kr. og ekkert aldurstakmark (þeir sem hafa ekki náð 18 ára aldri þurfa leyfisbréf frá forráðarmönnum).

Smelltu hér til að fara á Facebook-síðu HR-ingsins.

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑