Fréttir

Birt þann 5. júlí, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

Magic the Gathering: Magic 2013 forkynningarmót

Skráning er hafin í Nexus á forkynningarmót fyrir Magic 2013, nýjustu seríuna í Magic the Gathering sem er eitt elsta og vinsælasta safnkortaspilið í dag. Mótið verður haldið sunnudaginn 8. júlí kl. 11:00 í spilasal Hugleikjafélag Reykjavíkur og er aðgangseyrir 4.500 kr. og fylgja sex Magic 2013 pakkar með. Skráningu lýkur næstkomandi sunnudag kl. 11:45 og mun fyrsta umferðin í mótin byrja u.þ.b. hálftíma síðar.

Reglur mótsins eru útskýrðar á eftirfarandi hátt á spjallborði íslenskra Magic-spilara:

Þátttakendur fá 40 mínútur til að setja saman spilastokk úr spilum sínum og síðan eru spilaðar 4-5 umferðir. Efstu átta eftir það, spila útslátt þar til einn stendur eftir sem sigurvegari. Áætlað er að mótinu ljúki kl. 19.

Forkynningarmót í Magic eru haldin á rúmlega þriggja mánaða fresti og þau eru tilvalin fyrir þá sem spila ekki reglulega á Magic-mótum Nexus, því ekki þarf að koma með eigin spil, heldur eingöngu verður spilað með spilum úr pökkum sem eru opnaðir á staðnum

Allir sem taka þátt fá sérstakt forkynningar spil, sem að þessu sinni verður spilið Xathrid Gorgon. Vegleg verðlaun eru í boði í formi Booster pakka fyrir efstu sætin.

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑