Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Fréttir1»Forsetaframbjóðendur svara spurningum Nörd Norðursins
    Fréttir1

    Forsetaframbjóðendur svara spurningum Nörd Norðursins

    Höf. Nörd Norðursins24. júní 2012Uppfært:10. október 2013Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Síðastliðinn mánudag hafði Nörd Norðursins samband við alla forsetaframbjóðendurna og lagði fram fjórar mikilvægar spurningar sem tengjast málefnum sem snertir okkur öll – eins og hvernig myndi verðandi forseti bregðast við uppvakningaárásum á Íslandi?

    Þrír af sex forsetaframbjóðendum svöruðu spurningunum, en svör þeirra frambjóðenda sem hafa ekki svarað verða birt um leið og þau berast. Svör forsetaframbjóðenda eru birt í þeirri röð sem þau bárust.

    Forsetakosningarnar verða haldnar 30. júní 2012.

     

    Hannes Bjarnason

     

    Sem forseti Íslands, hvernig myndir þú bregðast við ef Svarthöfði og hans nánasta fylgdarlið myndi óska eftir kvöldverði með forsetanum á Bessastöðum?

    Bessastaðir væru ekki nóg fyrir slíka höfðingja. Mundi fara með þá að góðu hverasvæði. Þar fengju þeir í forrétt hverasoðin egg og aðalrétt hverasoðið slátur. Í eftirrétt yrðu köld svið. Ekki dónalegt fyrir Svarthöfða og fylgdarlið….

     

    Ef svo óheppilega vildi til að uppvakningar myndu rísa úr gröfum sínum og ráðast á almenning í landinu, hvernig myndir þú sem forseti Íslands bregðast við?

    Mundi fara á fund allra mestu galdrahöfðingja á Íslandi (kvenna og karla), safna liði og láta slag standa. Nú ef ekki næðist í það góða fólk mundi ég fara sjálfur á móti draugsa – og hafa betur….

     

    Ef þú hefðir aðgang að tímavél myndiru ferðast aftur í tímann? Og ef svo er, til hvaða tíma myndiru ferðast og hvers vegna?

    Þá mundi ég vilja fara aftur til þess tíma er Gissur Þorvaldsson fór erindi Noregskonungs og gaf honum landið. Það var glapræði að gera…

     

    Hver er þín uppáhalds vísindaskáldsaga?

    Það er varla hægt að kalla „Grímur nýrri“ vísindaskáldsögu. Engu að síður eru þar stórkostlegar sögur af útilegumönnum, sjóræningjum, göldrum og aðrar góðar frásagnir sem lifað hafa með þjóðinni. Stórkostlegt lesefni….

     

    Ari Trausti Guðmundsson

     

    Sem forseti Íslands, hvernig myndir þú bregðast við ef Svarthöfði og hans nánasta fylgdarlið myndi óska eftir kvöldverði með forsetanum á Bessastöðum?

    Fá mér geislasverð og taka í lurginn á þessum óvini friðsældar og mannúðar.

     

    Ef svo óheppilega vildi til að uppvakningar myndu rísa úr gröfum sínum og ráðast á almenning í landinu, hvernig myndir þú sem forseti Íslands bregðast við?

    Ég þekki tíbetskan munk sem kann á uppvakninga – myndi senda eftir honum og klára dæmið.

     

    Ef þú hefðir aðgang að tímavél myndiru ferðast aftur í tímann? Og ef svo er, til hvaða tíma myndiru ferðast og hvers vegna?

    Færi fyrst aftur fyrir árið 870 til að athuga hvort byggð væri í landinu en svo nær okkur til að hitta Leonardo da Vinci með viðkomu á Englandi til að komast að því hver Sjeikspír var í raun og veru.

     

    Hver er þín uppáhalds vísindaskáldsaga?

    Ferðin í iður jarðar eftir Jules Verne.

     

    Þóra Arnórsdóttir

     

    Sem forseti Íslands, hvernig myndir þú bregðast við ef Svarthöfði og hans nánasta fylgdarlið myndi óska eftir kvöldverði með forsetanum á Bessastöðum?

    Ég myndi fletta upp í nýju siðareglunum og athuga hvort það samræmdist hlutverki forseta Íslands að taka sérstaklega á móti slíkum gestum og veita þeim beina á Bessastöðum. Ég myndi líka athuga hvort Hans Óli væri nokkuð inni í eldhúsi að drekka kaffi með Svavari.

     

    Ef svo óheppilega vildi til að uppvakningar myndu rísa úr gröfum sínum og ráðast á almenning í landinu, hvernig myndir þú sem forseti Íslands bregðast við?

    Ég gúglaði tíu bestu leiðirnar til að losa sig við uppvakninga og ég held að þær fari allar í bága við 124. grein almennra hegningarlaga um ósæmilega meðferð á líki. Mér væri því líklega talsverður vandi á höndum. Ef netið lægi niðri myndi ég fara út á vídeóleigu og leigja eina eða tvær uppvakningamyndir, horfa á þær og taka glósur. Svo myndi ég ávarpa þjóðina og ráðleggja eftir bestu getu.

     

    Ef þú hefðir aðgang að tímavél myndiru ferðast aftur í tímann? Og ef svo er, til hvaða tíma myndiru ferðast og hvers vegna?

    Ég myndi vilja vera á stöðugu tímaferðalagi. Það eru svo margir viðburðir, bæði í heims- og fjölskyldusögunni sem maður myndi vilja vera viðstaddur. Einmitt núna langar mig til að upplifa 29.-30. júní 1980, þegar Íslendingar kusu Vigdísi Finnbogadóttur í forsetakosningum og fögnuðu kjöri hennar. Svo myndi ég kíkja aftur á landnámsöld og sá hvernig landið var þá og spjalla við Ingólf Arnarsson. Svo færi ég kannski aftur til 1978 með Svavar á Bob Marley tónleika.

     

    Hver er þín uppáhalds vísindaskáldsaga?

    The Hitchhiker’s Guide to the Galaxy. Og já, svarið við öllum ofangreindum spurningum og öðrum sem þú gætir hugsað þér að bera upp gæti mjög vel verið 42. Það segir sig sjálft.

     

    2012 ari trausti guðmundsson Bjarki Þór Jónsson forsetakosningar forseti íslands Hannes bjarnason Nörd Norðursins þóra arnórsdóttir
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaNýjir leikir í gömlum búning
    Næsta færsla Kvikmyndarýni: God Bless America
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb

    15. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.